Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 17
[vaka]
ÖRÆHI OG ÖRÆFINGAR.
22»
óbyggðir. Getur það hai'a verið búhnykkur að leggja
þau kot í eyði?
Eg sé tvo unglinga fyrir niér á ferðalagi. Annar er
mjólkurpóstur héðan úr nágrenni Reykjavíkur. Hann
situr í kerru, sem hlaðin er blikkbrúsum, lygnir aug-
unum og reynir að sofa. Hesturinn labbar þráðbeinan
akveginn eins og vél. Hringlið í brúsunum svæfir og
truflar í einu, og heldur stráknuin í einhverju hlutleys-
isástandi, sem lesa má út úr svipnuin. Bíll kemur eftir
veginum. Klárinn og strákurinn leggja kollhúfur og
þoka sem minnst. Þeir vita, að bíllinn má ekki drepa
þá, þó hann blási. Ýmsir vegfarendur mæta strák. Flest-
ir líta ekki við honum, fáeinir sveitungar hans kasta á
hann kveðju, en hann tekur luntalega undir. Hann er
Ieiður á að vera að mæta þessu fólki, oft því sama dag
eftir dag. Það truflar hann og er þó eins og dauðir hlut-
ir fyrir honum. Það er einn liður í þeirri sífelldu end-
urtekningu, sem dagar hans eru, leiðinlegri og tilbreyt-
ingalausri vinnu.
Jafnaldri hans í Svínafélii tekur hestinn sinn og þarf
að fara upp fyrir á að svipast eftir kindum. Það er júní-
morgunn. Lómagnúpur er orðinn snjólaus og valllend-
ið grænt undir jökulrótunum. Hann ríður hægl niður
traðirnar og eftir grundunum, hugsar ekkert og horfir
ekki á neitt sérstakt, en drekkur veðrið, ilminn og vor-
fegurðina í sig með ölluin vitum. Honum líður svo vel,
að hann veit ekki fyrr en hann er fárinn að láta hest-
inn hoppa. Nú keniur hann að ánni. Hún er ljót og í
vexti og hel'ur breytt farvegi síðan í gær. í einni andrá
er svipurinn breyttur, augun hvessast, hann læsir ósjálf-
rátt fótunum fastar að síðum hestsins og horfir niður
með ánni. Þarna sýnist honuin hún slarkandi. Hann
veit ákaflega vel, að hann getur farið í ána og þá er
engra griða að biðja. Hann veit líka, að ef hann riði
lengra niður á aurana, gæti hann í'engið hana miklu betri.
En hann er alinn upp við þessa glímu og kemur ekki