Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 106
:ív>
RITFREGNIR.
[vaka]
legrar fullnægingar. Af ölluin svölunarleiðum er það
stigið lægst og dýrslegast, blindast og ófullkomnast, sem
Jeiðir til jafn-örlagaþrungins viðburðar og fæðingar nýs
manns. Takmark mannsins er að tortíma manninuin“.
,,Hvað geta mikilmennin? Hið eina sem þau fá áork-
að, er að ræna mennina hæfileik þeirra til að bera ör-
lög sin. Þeir reka þá út í auðustu eyðimerkur i von um
hið fyrirheitna land, en í eyðimörkinni örmagnast lýð-
urinn og deyr. Þegar bezt lét, reyndist fyrirheitna land-
ið, draumalandið, sjöfalt argvítugra en gamla landið.
Það þarf mikinn barnaskap til þess að lierjast fyrir hug-
sjón eða leysa ráðgátu, því á morgun er hugsjónin orð-
in að óhreinum brókum, sem hafa gengið skækju frá
skækju, en ráðgátan er orðin að frímúraratáknfræði.
Mannkynið hefir barizt og barizt undir fána mikil-
menna sinna í millíón ár til þess að staðfesta þá reynslu
eina, að hvergi sé sælunnar land, að eins mismunandi
form þjáningar. . . . Frummaðurinn gerir sér holur nið-
ur í jörðina, og holurnar standa opnar eins og sár yfir
þjáningum hans, meðan hann lifir, og falla saman yf-
ir hræi hans að honum dauðum, eins og gróið sár.
Lengra verður ekki komizt. Enn hefir enginn numið feg-
urra draumaland er þriggja álna langa gröf. Eftir nokk-
ur ár spássera maðkarnir einnig um rotnaðan heila
minn . .. Jafnvel hinn fullkomnasti maður er ekki
annað en leiksoppur háðungarinnar“.
„Á miðjum Kaldadal vex ein lítil jurt. Ég veit ekki,
hvað hún heitir, en ég sá hana, þegar ég hafði ferðasl
hálfan daginn. Hún óx þar alein í endalausri grjót-
mörkinni. Og hún hneigði sig, þegar hún sá mig, því
það var í fyrsta sinn, að hún sá lifandi veru, síðan hún
fæddist. Og ég sleit hana upp, af því að hún var ná-
kvæmlega nógu Iöng og mjó til þess, að ég gæti hreins-
að með henni pípuna mína.
Ég spyr: hvers vegna reynir lífsaldan að brjótast fram
úr dulardjúpinu? Hvað er takmark þessa blinda stríðs
við sigursælan dauðann? Lífið er á villigötum! Það á
ekki heima í heimi efnisins; það deyr . ..
Allt, sem lifir, líður undir lok, ættir sem einstakling-
ar; sólin kulnar út, og sólkerfin deyja úr kulda og sulti
eins og litil börn. í fornum spádómum stendur, að dóms-
ins Guð muni koma í eldi. En þetta er falsspádómur;