Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 61
[vaka]
STJÓHNARSKRÁRMÁLIÐ.
267
atkvæði á móti frumvarpinu tveir þingmenn, Björn
Kristjánsson og Hjörtur Snoirason, er greitt höfðu at-
kvæði með tillögu Einars og Guðmundar. Fóru því leik-
ar svo að lyktum, að með stjórnarskrárfrumvarpinu,
sem sjálfur forsætisráðherrann hafði flutt, stóð aðal-
andstöðuflokkur hans, Framsóknarflokkurinn, óskiftur,
en úr stjórnarflokknum að eins flutningsmaðurinn
sjálfur, forsætisráðherrann og einn maður með honum,
Halldór Steinsson. Aðrir fylgismenn stjórnarinnar í
deildinni greiddu allir atkvæði gegn frumvarpi síns eig-
in forsætisráðherra, og má mikið vera, ef þvílík málalok
cru ekki einsdæmi í þingsögu veraldarinnar. En svo var
stjórnin traust í sessi, að eigi hlutust stjórnarskifti af
þessu.
Alþingi 1 9 2 7. Á þinginu 1927 komu fram ekki
færri en þrjú frumvörp um breytingu á stjórnarskránni,
eitt frá landsstjórninni, annað frá Héðni Valdimarssyni
og hið þriðja l'rá Tryggva Þórhallssyni. Um gang máls-
ins á þessu þingi hefi ég eigi aðrar heimildir eftir að
fara en þingskjölin, því umræðurnar um það eru enn
ckki komnar út. í stjórnarfrumvarpinu fólust flestar
tillögurnar, er samþykki náðu að lokum. Þó átti kjör-
tímabilið að vera G ár samkv. frumvarpinu, og eigi var
þar gert ráð fyrir breytingu á kosningarréttar- og kjör-
gengisaldri við landskjör. Frá ráðherrafækkuninni var
horfið í frumvarpi þessu. Ástæður frumvarpsins hinar
sömu og áður, sparnaðurinn fyrst og fremst. Frumvarp
Héðins Valdimarssonar stakk að flestu leyti í stúf við
cldri frumvörpin. Það var ekki borið fram af sparnað-
arástæðum. Jafnaðarmenn hafa eigi gert sparnaðinn að
jiólitísku trúaratriði, eins og bæði ihald og framsókn. Þó
vill nú svo undarlega til, að í frumvarpi Héðins felst
mesta sparnaðartillagan, sein komið hefir frarn í þessu
máli, sú tillaga að fækka þingmönnum niður í 25 og
láta þá alla vera landskjörna. Að öðru leyti voru þetta
helztu breytingarnar. Alþingi skyldi skipa eina mál-