Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 9
{ VAK A]
ÖRÆFI OG ÖRÆFINGAR.
215
og er allur sandurinn fyrir neðan Núpsstað flóandi í
vatni. Vegurinn út á sandinn liggur undir Lómagnúpi
og verður maður að selja hnakkann aftur á bak til þess
að sjá upp á brúnina.
Núpsvötn eru geysimikið vatnfall og geta verið hin
verstu vfirferðar. En þegar eg fór yfir þau í fyrra sumar,
lágu þau vel og vorum við ekki meira en rúman fjórð-
ung stundar að riða þau. Síðan tekur Slteiðarársandur
við. Hann er víðáttumesti jökulsandur á landinu, 17
fermilur, en leiðin yfir hann frá Núpsstað að Skafta-
felli rúmar fjórar mílur. Hann er staksteinóttur, allur
með holum eftir ísjaka, urinn af hlaupunum. Skeiðár-
jökull hleypur á 5—12 ára fresti. Þá æsast vötnin og
flóa yfir mikinn hluta af sandinum með flugi og jaka-
burði. Koma hlaupin fram á ýmsum stöðum, svo að
sandurinn fær hvergi næði til þess að gróa. Fyrir síðasta
hlaup stóð sæluhúsið á hrygg á miðjum sandinum. Var
þar nokkur gróður í kring og þótti álitlegur staður. En
eftir hlaupið var þar kominn slakki í sandinn sem húsið
hafði staðið. Á Skeiðarársandi er ömurlegt. Skriðjök-
ullinn liggur fram á hann að norðan, lágur og breiður,
kolmórauður af möl og leiri, svo að varla grillir í ísinn.
Engin lifandi vera, nema geðvondir skúmar á sveimi, sem
gera sig líklega til að berja mann. Engin tilbrevting á
veginum, nema fáeinar kolmórauðar kvíslar, sem stund-
um grafa sig svo niður í sandinn, að þær eru hvimleiðar
yfirferðar. Það má gera sér í hugarlund, hversu ægilegt
er fyrir erlenda sjómenn að koma þarna af strandi um
hávetur, sjá ekki til bæja og vita ekki, hvert leita skal,
ráfa um þessa sandfláka, milli sjávar og jökuls, Núps-
vatna og Skeiðarár, og finna ófærur á allar hliðar.
En á björtum sumardegi blasir Öræfajökull við hin-
um megin sandsins og styttir leiðina. Hann verður því
fegurri sein maður kemur nær.
Austast á sandinum er Skeiðará. Hún hefir fært sig
nær og nær bæjunum i Skaftafelli í seinni tíð, svo að