Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Page 26

Menntamál - 01.03.1936, Page 26
24 MENNTAMÁL sterkari og hamingjusamari en sú kynslóð, sem hún óx upp úr og á undan henni var. Þetta þurfa allir kenn- arar, foreldrar og aðrir uppalendur að hafa hugfast. Það má ekki miða uppeldið við þann tíma og þau skilyrði, sem ólu síðustu kynslóð, heldur við lífið, sem framund- an er, möguleika þess og kröfur. Uppalendur þurfa að sjá fram á við. Þeir þurfa að vera sjáendur, spámenn nýs tíma. Það væri mjög mikilsvert, ef við íslendingar gætum með sönnu tekið undir með prófessor Tandler i Vín og sagt]): „Börnin, sem starfa í skólum okkar og unga kynslóðin, sem heima á i okkar nýju byggingum, er ekki einasta hamingjusamari en við, sem fóstruðum liana, en hún hefir eignazt nýja hamingju og nýjar hugsjónir." Þessi orð eru að vísu skrifuð áður en harmsaga liinna blóðugu febrúardaga 1934 skrifaði blóðletri götur og torg Vínarborgar, og eyðilagði margt liinna göfugu framkvæmda, sem þar höfðu orðið áður árum saman. Ethel Mannin segir1 2): „Uppeldið verður aldrei ávaxta- ríkt, fyrr en það tekur meira tillit til lifsins en lærdóms- ins. Það er nauðsynlegt að fá nýjan skilning á tilgangi uppeldisins. Nýjan skilning á verðmætum — ekki á prófritgerðaverðmætum, heldur á lífsverðmætum.“ Það hefir oft heyrzt sagt, að barnið sé lil þess kom- ið i þennan heim, að verða hamingjusöm vera. Eg ætla á engan hátt að mótmæla því, en lilutverk uppaland- ans er fyllilega misskilið, ef liann hugsar sér að halda hamingju að barninu og fylla það með henni. Það get- ur enginn orðið hamingjusamur, nema hin lifandi, skap- andi öfl í honum sjálfum hjálpi þar til. Því að ham- 1) Prófessor Julius Tandler: Richtlinien fiir die Anstaltfur- sorge. Wien 1930. 2) Ethel Mannin: Common-sense and the Child, bls. 206. London 1931.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.