Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Page 30

Menntamál - 01.03.1936, Page 30
28 menntamál nefnda eru t. d. unimæli eins allra mest virta þýzks heimspekings, Klages, á hinum andlega frjálsu tímum Þýzkalands fyrir daga Nazismans. Honum farast svo orð1): „Frá fræðilegu sjónarmiði eru allar lyndiseinkunnir jafngildar. Aftur á móti frá sjónarmiði athafna eru lyndiseinkunnir þriðja flokksins (upplag, eðli) þýðing- armestar. Það er án efa það, sem Schiller á við, þeg- ar hann lætur Wallenstein segja: Ef eg þekki upplag innsta eðli manns, þá veit eg og vilja hans og athafnir.“ En eg tek undir með A. S. Neill og Ethel Mannin (Common-sense and the Child, bls. 20): „Eg trúi því, að óknyttabörn (að upplagi) séu ekki lil — hugtakið er þvi misskilningur. — Það er aðeins um sæl börn og vansæl börn að ræða.“ Og eg held, að rætur þessarar ógæfu barnsins stafi frá því umhverfi, sem það liefir lifað í á unga aldri. Mannin segir á öðrum stað, bls. 21: „Eg trúi því, að þar sem eru vandræðabörn, þar séu einnig að einhverju leyti vandræða foreldrar.“ Það var sorglegt dæmi i vetur, um foreldrana héð- an úr bænum, sem færðu sonum sínum kornungum byrðar af víni í fangavistina austur í Árnessýslu. Slík- ir foreldrar ættu ekki að fá að umgangast börn sín. En það er ekki nóg, þótt til umhverfis ungbarna sé vandað. Börnin þurfa, frá fyrstu byrjun, að mæta ná- kvæmri umhyggju og skilningi. Það þarf að vaka yfir áhugaefnum þeirra og taka sem mestan virkan þátt í leikjum þeirra. Það er átakanlegt, að mest öll andleg vanþrif barna 1) Ludvig Iílages: Persönlichkeit Einfiihrung in die Charak- terkunde, bls. 36. Potsdam 1927.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.