Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Side 39

Menntamál - 01.03.1936, Side 39
MENNTAMÁL 37 bekkjum barnaskóla víöa í löndum, og það því frem- ur, sem hún er nemendum að jafnaði liugnæmt starf og vinnutækin að mestu þau sömu og við almenna skrift. Heppilegast er að byrja æfingar, líkt og í fyrstu tím- um skriftarkennslu, á latneskum upphafsstöfum með jafnbreiðum dráttum, og nota þar til „redispenna“. Pappírinn má vera óstrikaður skrifpappír eða afgangar af góðum prentpappír, þó ekki gljáandi. Undirlag sé þykkt blað eða teiknibók. Þótt nemendum séu stafirnir gamalkunnir, þá þarf kennarinn að taka þá á ný til atliugunar. Hann skrif- ar þá á töfluna eða á blað, sem hann festir á vegginn. Til að byrja með mega stafirnir hafa jafna breidd (að undanteknum IJM), en hæðin sé lítið eitt meiri en breiddin. Oft eru þó eftirfarandi stafir liafðir nokkru þrengri en hinir: BEFLPRSTÞ, en CGO liring- myndaðir. Þegar nemandinn reynir að fella hvern staf sem bezt við nágrannastafina, þá kemur það smám saman af sjálfu sér, að stafirnir fái misjafna breidd, en þar með fær hvert orð og skriftin í heild líflegri og mildari svip. Smekkvísi og geðþótti livers eins ræður þar um. Þvi næst er nemendum sýnt með dæmum, að ekki dugi að hafa bilin milli stafanna alltaf jafn löng: PILTAR, PILTAR. Einnig verður bilið milli tveggja stafa, þar sem aðal- drættirnir eru beinar lóðréttar línur, H N, að vera lengra en milli beinnar línu og boga, N 0, en stytzt milli tveggja bogadrátta, OG. Að öðrum kosti sýnast þau mislöng. Af söinu ástæðum verða stafirnir C G 0 S að ná litið eitt upp úr og niður úr línunni, til þess að virð- ast jafn stórir hinum. Þegar kennarinn liefir gert nemendum þetta ljóst með dæmum, og þeir hafa æft sig að skrifa hvern staf sem

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.