Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Page 65

Menntamál - 01.03.1936, Page 65
MENNTAMÁL 63 Nyjnstu fréttlr af skólamálum og kennurum i ýmsum löndum. (Tekiö eftir Feuille Mensuelle d’Information, No. 49, jan. 1936. Gefið út af Alþjóðabandalagi kennara). ARGENTlNA. Samræming barnakennslunnar. — í Argentinu eru rúmlega 60.000 barnakennarar. Þar af eru 26.000 ráðnir af sveitunum, en hinir eru starfsmenn ríkisins. Frumvarp til laga um samræmingu barnakennslunnar, sem nú er til umræðu á þingi Argentínubúa, gerir ráð fyrir því, að allir kennarar verði starfsmenn rikisins. Héruðin halda, eins og áður, áfram að annast rekstur skól- anna. En þau yrðu skylduð til að greiða ríkinu upphæð, sem samsvarar kostnaði kennslunnar. Umbæturnar miða að þvi, að koma samræmi á skipulag og stjórn. (Tribuna del Magisterio No. 171, okt„ og 172, des., 1935). AUSTURRÍKI. Heræfingar í skólum. — Undirbúningur hernaðarins hefir nú haldið innreið sina í austurrísku skólana. Stjórnarritarinn, dr. Pernter, tilkynnir, að kennslumálaráðherrann muni bráðlega gefa út leiðbeiningar um hernaðarlegan undirbúning æskunnar i barnaskólum, unglingaskólum og háskólum. Fiinleikar og útileið- angrar falla niður, en heræfingar koma i staðinn. Gyðingar og skólarnir. — Að fordæmi þýzku nazistanna, hefir Schmitz, borgarstjórinn í Vínarborg, fyrirskipað, að hafa börn gyð- inga i sérstökum deildum. Tímaritið „Padagogische Blatter" bannað. — Rikisstjórnin hef- ir, frá 1. jan. 1936 að telja, bannað tímaritið „Padagogische Blat- ter“, gefið út af barnakennurum. En félagsskap kennaranna liafði Dolfus-stjórnin uppleyst og gert eignir þeirra upptækar. Bann þetta er réttlætt með því, að þetta tímarit hafi „stefnt öryggi almennings i hættu og valdið óánægju meðal þjóðrækinna kenn- ara. (Eftir fréttaritara í Austurríki). BANDARlKIN. Verndun lýðræðisins. — Fascisminn, nazisminn og kommúnism- inn keppa að þvi að halda yfirráðunum i löndum, þar sem þeir

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.