Menntamál - 01.09.1937, Side 4

Menntamál - 01.09.1937, Side 4
82 menntamA^ inu yfirleitt eigi eftir að njóta góðs af starfi hans. Viljum vér um leið nota tækifærið og hvetja lesendur Menntamála til að lesa með athygli þessa merku grein. Hvað er greind? Greind er þýðing á alþjóðaorðinu „in- telligens“. En um það eru nokkuð ósamhljóða dómar, hvaða skilning beri að lcggja í þetla liugtak. Þess vegna hefir þeirri gagnrýni verið haldið þráfaldlega á lofti gegn greindarmælingum, að menn viti ekki, hvað menn séu að mæla, þar sem það sé engan veginn vissa um það feng- in, hvert sé eðli greindarinnar. Þessu má svara, að menn hafi lengi mælt rafmagn án þess að vita, hvað rafmagn væri. — Greind er orð, sem allur almenningur ber sér i munn daglega og er ekki í nokkurum vafa um það, að blákaldur veruleiki liggi að baki merkingar þess orðs. Það er því út frá sjónarmiði heilbrigðrar skynsemi, að greindarmælingarnar eru reyndar. Þær hafa um fram allt það markmið að fá fyllri og nákvæmari þekkingu um þá hversdagslegu staðreynd, sem kölluð er greind, um eðli hennar og hlutverk. Þeir, sem hafizt hafa handa til þess að rannsaka það mál, hafa kosið lieldur að vita nokkuð heldur en ekki neitt. Þeir hafa ekki sinnt hinni ófrjóu gagnrýni, sem á var minnzt. Og það er mála sannast, að nú vita menn miklu meira um greindina en áður en þessar rannsóknir hófust. Nú er meira að scgja svo komið, að ein skilgreining á hugtakinu hefir hlotið allalmenna við- urkenningu meðal sálfræðinga. Það eru aðallega þrjú atriði, sem koma til greina, er rætt er um eðli greindarinnar. — (I.) Er greindin ein og óskilin starfsemi eða er hún samsett úr mörgum ólíkum þáttum? — (II.) Hvað er það, sem einkennir hið greindar- lega atferli? — (III.) Hvaða hlulverk hefir greindin í lífi og starfi mannsins? Um fyrstu spurninguna liefir verið hóð allsnörp deila milli enska sálfræðingsins S])earman og ameríska sál- fræðingsins Thorndike. Spearman kennir, að greindin sé

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.