Menntamál - 01.09.1937, Side 5

Menntamál - 01.09.1937, Side 5
MENNTAMÁL 83 samræm starfsemi þ. e. að í allri greindarstarfsemi komi fram einn óhagganlegur eiginleiki. En livernig ber þá að skilja mismunandi hæfileika á ólíkum sviðum? Það skýr- ir Spearman þannig, að við hverja greindarstarfseini komi fram þessi almenni eiginleiki og auk hans ýmsir sérstakir eiginleikar, sem geri mönnum léttara fyrir að leysa þessi sérstöku viðfangsefni. Thorndike kennir aftur á móti, að hugtakið greind sé safnheili á margskonar hæfileikum, sem eigi það eitt sameiginlegt, að þeim sé samfara hæfni til að læra. Ekki skal úr því skorið hér, livor liafi réttara fyrir sér, en ýmsar lífeðlisfræðilegar rannsóknir á starf- semi lieilans virðast benda til þess, að kenning Spearmans eigi við mikil rök að styðjast. Sömuleiðis hinar háu sam- svaranir, sem eru milli lausna'á greindarprófum. Þær eru í því fólgnar, að ólik greindarpróf eru lögð fyrir sama fólk og niðurstöðurnar eru ])ær, að þeir, sem leysa vel próf, frá einu sviði, leysa yfirleitt einnig vel próf frá öðru, — Þá er komið að annarri spurningunni: Hvað einkenn- ir greindina, í hverju er hún fólgin? Við þeirri spurn- ingu liafa verið gefin ýmiskonar svör, en sú skilgreining, sem langalmennastri viðurkenningu hefir náð í nútíma- sálfræði, er skilgreining þýzka úllaga-sálfræðingsins, William Stern. Er hún á þá lund, að greindin sé hæfileiki til þess að ráða fram úr nýjum viðfangsefnum, laga sig að nýjum aðstæðum með aðstoð fyrri reynslu. Annars verður vikið nokkuru nánar að eðli greindarinnar hér á eftir, þegar rætt verður um þá eiginleika, sem prófunum er ætlað að finna. — Þá er þriðja spurningin, hvert sé hlut- verk greindarinnar í lífi og starfi mannsins. Ef litið er til þjóðfélagsins i heild, dylst engum, hvílíkt risahlutverk greindin hefir af hendi að inna. Ávöxtur greindarinnar er fyrst og fremst þekkingin, bæði uppgötvun hennar og varðveizla. Þekkingunni er það að þakka, að mannkynið er þó komið svo á veg i ýmsum greinum, sem raun er á orðin, þótt margt fari aflaga. Fæstum mun hlandast hug- 6*

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.