Menntamál - 01.09.1937, Page 33

Menntamál - 01.09.1937, Page 33
MENNTAMÁL 111 áreiðanlega aldrei tekin öruggari ákvörðun á neinu al- kvæðaþingi. Þegar uxn það er að ræða, að losa kristindómskennsl- una úr öllum böndum, þá er á margskonar fjötra að líia. Fyrst vei-ða þar fyrir skoðanafjötrarnir. Fyrir drengilega baráttu víðsýnna trúmanna, eins og prófessors Haraldar Nielssonar og samlierja hans, er islenzka þjóðkirkjan rúmgóð, skoðanáfrjáls kirkja. Og þó að þröngsýnni trú- arskoðanir vinni frekar á innan kirkjunnar þessa stund ina, þá virðist engin ástæða til að ótlast, að sjálfu skoo- anafrelsinu í lcristindómskennslunni sé nein bætta búin. Næsti fjöturinn er prófskyldan. Eg tel liklegt að sá fjötur verði leystur án stórfenglegra átaka. Þá er sjálf skóla- skyldan. Eg veit ekki livorl það er almenningi kunnugí, að í framkvæmdinni er ekki tali'ð skylt að börn taki þái í kristindómsfræðslu skólanna. Einstöku foreldrar nota sér þennan rétt og láta börnin sin sleppa þessuni kennslu- stundum. Það mundi sennilega ekki skaða börnin xxeit en geta orðið til að bæta árangur kennslunnar, að þett; frelsi væri notað almennar en er. Fjórði og siðasti fjo. urinn, senx eg ætla að gera liér að umtalsefni, er fjötur vanans. Er það sterkasti fjöturinn og ei'fiðasti á að taka. Tíminn leyfir ekki að gera þessu efni nægileg skii. Undir þennan lið fellur t. d. það, livað börnunum sjálfum finnst vera lokamarkmið kristindómskennslnnnar í skól anum. Langsamlega algengast er það, að börnin, og marg ir foreldrar lika, líta svo á, að með kristindómskennsl- Unni sc fyrst og fremst verið að búa börnin undir l'erm- inguna. En einhvernveginn vii'ðist það nú, illn heilli, vcra koinið inn í meðvitund barnanna, að fermingin ná;st, hvort sem þau leggi meiri eða minni rækt við kristin- dómsnámið í skólanum. Þar við bætist svo, að ferming- in sjálf befir í höndum tímans og tízkunnar orðið tvísýn til persónulegrar þroskunar, oft og einatt lilið annað en vanabundin kirkjuathöfn, í sambandi við veraldlegt ólióf °g prjál.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.