Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 6
132 MENNTAMÁL efnis og viðhorf kennara, ba'rna og almennings til þess, sem ég vildi gera stuttlega að umræðuefni í greinarkorni þessu. Almennar umræður um uppeldis- og kennslumál hafa, sem betur fer, farið í vöxt á síðari árum, bæði í blöðum, á mannamótum og í heimahúsum. Eitt af því, sem oftast er á orði haft í þessum umræðum, er krafan um aukna handavinnu barna í skólunum. Handavinna, handavinna, heyrist hrópað úr öllum áttum til kennara og skóla. Og ræðugarpar og rithöfundar tala og skrifa hjartnæman orðaflaum um ástina á vinnunni, um að vinnan og iðju- semin sé móðir allra dyggða, undirstaða auðs og sjálf- stæðis þjóðarinnar o. s. frv. Fjarri er það oss að neita vinnunni um heiðurssess í lífi einstaklinga og þjóða og sízt af öllu munum vér vé- fengja gildi hennar fyrir æsku og uppeldi. En það út af fyrir sig, að hrópa á vinnu í skólunum, er engin úrlausn á neinu vandamáli kennslumálanna, og alls engu fremur þótt krafan sé um handavinnu, líkamlega vinnu, eða hvað það nú er kallað. Sannleikurinn er sá, að með engum rétti er unnt að saka skólana nú eða fyrr um, að þeir vanræki eða hafi vanrækt að halda nemendum sínum að vinnu í víðtækustu merkingu þess orðs. Sanni nær er hitt, að börn og unglingar muni þráfaldlega hafa verið of- þjakaðir í skólunum, enda væri tómt mál annars að tala um námsleiða og ofþreytu skólabarna, eins og oft heyrist og ekki alltaf að ósekju. Handavinnu hefir ekki heldur skort í barnaskólana víðast hvar síðustu áratugi. En mörgum hættir við að sjást yfir þá mikilsverðu stað- reynd, að það er ekki vinnan sjálf, þ. e. a. s. ekki nafnið á vinnugreininni, sem mestu máli skiptir, ekki t. d. hvort hún heitir handavinna, líkamleg vinna, landafræði eða saga, iestur eða skrift, heldur hitt, hvert viðhorf barnanna er til starfsins, hvort starfið vekur áhuga þeirra eða óbeit, starfsgleði og virðingu fyrir vinnunni, eða leiða og úrræða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.