Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 61

Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 61
MENNTAMÁL 187 Bókafregnir Steingrímur Matthíasson: Frá Japan og Kína. Bóka- útgáfan Edda. Akureyri 1939. Bók þessi segir frá 6 mánaða ferðalagi Steingríms læknis til Aust- urlanda, Japan og Kína. Ferðin hófst í nóvember 1903 og lauk með farsællegri heimkomu til Kaupmannahafnar í apríl 1904. Steingrímur var þá 27 ára að aldri og var skipslæknir á „Prins Valdemar", gríðar- stóru flutningabákni Austur-Asíufélagsins danska. Viðkomustaðir voru margir á leiðinni og skrifaði Steingrímur jafnóðum pistla frá ferða- laginu og sendi til íslands. Birtust þeir í „Gjallarhorni". Þessir pistlar eru nú samankomnir í bókinni, sem hér greinir frá. — Kaflarnir eru allir skrifaðir í fjörugum og bráðskemmtilegum stíl. Ægir þar mörgu saman: vísindalegum hugleiðingum og útskýringum, gamansögnum, ljóslifandi þjóðlífsmyndum, sem brugðið hefir fyrir hið glögga gests- auga, og sögulegum fyrirbrigðum. Sem dæmi um stíl höfundur og krydd hans er hér gripinn af handahófi eftirfarandi kafli, þar sem segir frá eyjunni Pulo-Bukom hjá Singapore: — „í gær sá ég örn taka rottu í fjörunni, og flaug hann með hana í klónum til Sumatra. Rottan dinglaði rófunni um leið og hún varð uppnumin; nú var hún í „hel- vítiskvölum" eins og ríki maðurinn, en ekki beint í neinum faðmi Abrahams; og er hún þar með úr sögunni." Bókin er líkleg til að ná vinsældum, hún er skemmtileg og fróðleg eins og ferðasögur í bezta lagi. G. M. M. Gunnar M. Magnúss; Saga alþýðufrœðslunnar á ís- landi. Hátíðarit S. í. B. Reykjavík 1939. Útg. S. í. B. Bókin gefur yfirlit yfir baráttu og þróun alþýðufræðslunnar í land- inu frá landnámsöld til vorra daga, frá þeim tíma, er litið var á barnið sem einkaeign foreldranna, til sjónarmiðs vorra tíma á þeim framtíðarauði þjóðfélagsins. Það lætur að líkum, þar sem um svo víðtækt og fjölþætt efni var að ræða, að erfitt væri að gera hverjum einstökum þætti full skil á skömmum tíma og takmörkuðum blaðsíðufjölda, enda ekki tilgangur höfundar, heldur hitt að draga saman á einn stað merkustu viðburði í þessum þætti menningarmála vorra. Og það er mála sannast, að höf. hefir ekki hlíft sér í þeirri leit. Um það vitnar framsetning öll og heimildaskráin, sem telur milli 50 og 60 rit auk handrita og ann- arra óprentaðra gagna. Honum hefur líka tekizt að draga saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.