Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 137 ekki fest sér í minni. En um leið og þau læra að skilja og nota ný orð, læra þau einnig um hlutina og íyrirbrigðin sem orðin tákna, þau læra um ár og dali, sléttur og ása, jökia og ósa, silunga, laxa, skordýr og fugla. Með öðrum orðum, þau læra landafræði, dýrafræði, jarðfræði, máske grasafræði og veðurfræði. Þá gæti talið einnig borizt að Ingólfsfjalli og Þingvöllum, en um leið, er sagan komin til skjalanna. Þegar við komum heim úr ferðinni, lesum við allskonar lýsingar úr íslenzkum bók- menntum, kvæði, sögur og frásagnir um ár og fossa, dali og jökla. Við sýnum skuggamyndir af samskonar fyrir- brigðum víðsvegar frá íslandi eða öðrum löndum. Börnin teikna, gera ritgerðir, orðalista, skipta orðunum í flokka, beygja þau o. s. frv. Við vorum i leit eftir orðum, snjöllum lýsingum og viðfangsefnum til að athuga, liðka orðaforð- ann, æfa athyglis- og stílgáfuna. Með öðrum orðum, við vorum í móðurmálstímum, en við lærðum um leið landa- fræði, náttúrufræði, sögu, við æfðum lestur, skrift og teiknun og við hefðum auðveldlega getað komið reikningi og jafnvel handavinnu að einnig. Ég hefði alveg eins getaö tekið óskyldustu dæmi önnur: togara, ullarverksmiðju, sveitabæ, matjurtagarð o. s. frv., hafið leit að íslenzkum orðum, efni í lýsingar, athuganir, umræðuefni, en við kynn- urnst óhjákvæmilega um leið margvíslegustu staðreyndum, sem í raun og veru tilheyra einhverri annarri námsgrein. Þannig liggja leiðirnar frá móðurmálsnáminu opnar í allar áttir til annarra námsgreina. Og á hinn bóginn er ó- mögulegt að læra móðurmálið, án þess að kynnast marg- víslegum fyrirbrigðum tilverunnar. Til þess að tala, þarf umtals- og umhugsunarefni, og til þess að læra að tala eða rita fjölbreytt og myndauðugt mál, þarf ekki sízt raun- hæfa þekkingu og æfingu í athugun á athugun ofan. Þá vík ég að öðru atriðinu, sem ég nefndi hér að framan, hættunni, sem vofir yfir íslenzkri tungu vegna fólksflutn- inganna úr sveit í kaupstað og þjóðlífsbyltingu þeirri, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.