Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 33

Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 33
MENNTAMÁL 159 um jafn snemma notkun beggja merkjanna, og láta það ekki fæla sig, þótt annað sé kallað brotstrik. Rangt væri að sleppa deilingunni með 4 og 5 þótt hún gangi ekki upp, og því ra,ngara vœri að skrifa: 6 : 4=1 og 2 afgangs.**) Eða hver heldur að 4 sjö ára gömul börn mundu skilja tvö eplin eftir, og taka aðeins 1 epli hvert, ef þeim væru gefin 6 og sagt að skipta þeim jafnt milli sín? Nei, sannarlega mundu þau hitta réttu leiðina, kljúfa epl- in 2 og taka 1 x/2 epli hvert, — og það þótt yngri börn væru en 7 ára. Stærðfræðikennslan má ekki flýja algeng við- fangsefni barnanna, né gera sér nokkrar grýlur. Hún má vera hægfara, en hún á að vera traust og gloppulaus, svo að leikur barna við stærðfræöina verði líkari skautaleik á traustu svelli, en stikli á jökum. Ég hefi nú vikið lauslega að byrjunarkennslu reiknings, flatarmáls og rúmmáls, en ekki drepið á lengdarmælingar (sem þó eru undirstaða flatarmáls og rúmmáls), þunga- mælingar, tímatal né verðreikning. Allt er þetta þó jafn nauðsynlegt, og sjálfsagt að æfa það allt, þegar frá byrjun skólagöngu. Aðferðirnar verða jafnan álíka á yfirborðinu, **) A á 17 aura. Hve margar 4 aura kökur getur hann keypt fyrir þá, og hve margir aurar verða afgangs? Þetta dœmi er alls ekki deil- ingardœmi, heldur ítrekaður frádráttur jafnra talna. Það er ekkert vit i að ætla sér að skipta 17 aurum milli 4 aura, enda ljóst, að útkoma slíkrar deiiingar yrðu aurar en ekki kökur. Rétt uppsetning dæmisins er: 17—4X/>0; 17—4X<4 og X er heil viðlæg tala. Úr þessum ójöfn- um fæst: 17^4X; X<?17 : 4 og 17—4<4X; X>13 : 4 eða 17/>4X>13, og fyrst X er heil tala, verður það að vera 4, og afgangurinn 1. Og í frádrætti er afgangur næsta eðlilegur. — Hve margir metrar fást fyrir 10 kr., ef 1 m. kostar 4 kr. Hér en sá munur á, að vel má kaupa brot úr metra, og hér er ætlazt til að keypt sé fyrir alla peningana. Þetta er því jafnan: 10—4X=0; 10=4X; X=u>/4=2%. Þannig dæmi má því reikna sem hreina deilingu. — Ég hefi hér notað merkjamál til rúmsparnaðar, en auðvitað hafa byrjendur ekkert með það að gera. Kennari verður að nota munnlega skýringu. En glöggur skilningur á innsta eðli reikningsdæmanna er ófrávíkjanleg krafa, sem fullnægja verður, áður en ákveðið er hverja aðferð skuli nota til lausnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.