Menntamál - 01.12.1939, Side 33

Menntamál - 01.12.1939, Side 33
MENNTAMÁL 159 um jafn snemma notkun beggja merkjanna, og láta það ekki fæla sig, þótt annað sé kallað brotstrik. Rangt væri að sleppa deilingunni með 4 og 5 þótt hún gangi ekki upp, og því ra,ngara vœri að skrifa: 6 : 4=1 og 2 afgangs.**) Eða hver heldur að 4 sjö ára gömul börn mundu skilja tvö eplin eftir, og taka aðeins 1 epli hvert, ef þeim væru gefin 6 og sagt að skipta þeim jafnt milli sín? Nei, sannarlega mundu þau hitta réttu leiðina, kljúfa epl- in 2 og taka 1 x/2 epli hvert, — og það þótt yngri börn væru en 7 ára. Stærðfræðikennslan má ekki flýja algeng við- fangsefni barnanna, né gera sér nokkrar grýlur. Hún má vera hægfara, en hún á að vera traust og gloppulaus, svo að leikur barna við stærðfræöina verði líkari skautaleik á traustu svelli, en stikli á jökum. Ég hefi nú vikið lauslega að byrjunarkennslu reiknings, flatarmáls og rúmmáls, en ekki drepið á lengdarmælingar (sem þó eru undirstaða flatarmáls og rúmmáls), þunga- mælingar, tímatal né verðreikning. Allt er þetta þó jafn nauðsynlegt, og sjálfsagt að æfa það allt, þegar frá byrjun skólagöngu. Aðferðirnar verða jafnan álíka á yfirborðinu, **) A á 17 aura. Hve margar 4 aura kökur getur hann keypt fyrir þá, og hve margir aurar verða afgangs? Þetta dœmi er alls ekki deil- ingardœmi, heldur ítrekaður frádráttur jafnra talna. Það er ekkert vit i að ætla sér að skipta 17 aurum milli 4 aura, enda ljóst, að útkoma slíkrar deiiingar yrðu aurar en ekki kökur. Rétt uppsetning dæmisins er: 17—4X/>0; 17—4X<4 og X er heil viðlæg tala. Úr þessum ójöfn- um fæst: 17^4X; X<?17 : 4 og 17—4<4X; X>13 : 4 eða 17/>4X>13, og fyrst X er heil tala, verður það að vera 4, og afgangurinn 1. Og í frádrætti er afgangur næsta eðlilegur. — Hve margir metrar fást fyrir 10 kr., ef 1 m. kostar 4 kr. Hér en sá munur á, að vel má kaupa brot úr metra, og hér er ætlazt til að keypt sé fyrir alla peningana. Þetta er því jafnan: 10—4X=0; 10=4X; X=u>/4=2%. Þannig dæmi má því reikna sem hreina deilingu. — Ég hefi hér notað merkjamál til rúmsparnaðar, en auðvitað hafa byrjendur ekkert með það að gera. Kennari verður að nota munnlega skýringu. En glöggur skilningur á innsta eðli reikningsdæmanna er ófrávíkjanleg krafa, sem fullnægja verður, áður en ákveðið er hverja aðferð skuli nota til lausnar.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.