Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 42
168
MENNTAMÁL
drepið á hér að framan, sem Rauða kross félögin starfa,
heldur og á ótal mörgum öðrum. Oft sinnis hefir það hent
ýmsar þjóðir, eftir að R. kr. tók til starfa, að margvíslegar
hörmungar hafa sótt þær heim. Við getum nefnt jarð-
skjálftana í Japan árið 1923, hungursneyðina í Rússlandi,
þar sem hin glæsilega hetja, Fridtjof Nansen, í broddi R.
kr. félaganna vann sitt heimskunna líknarstarf, og síðast
jarðskjálftana í Chile. Ætíð þegar slíkar hörmungar hafa
að höndum borið hafa R. kr. félögin þegar í stað komið á
vettvang og veitt ómetanlegt lið til bjargar, og aðstoðað á
margvíslegan hátt, eða oftast veitt slíkri starfsemi forystu.
Ég hefi aðeins nefnt þessi dæmi um starfsemi R. kr.
almennt og mætti margt fleira finna. Rauði kross íslands
er eitt yngsta félagið í alheimssamtökum þessum, eða að-
eins 15 ára gamallt. Á undanförnum árum hefir hann
reynt að beita sér fyrir ýmsum velferðarmálum við mis-
jafnan árangur. Svo nefnt sé tvennt al' því, sem hann
enkum hefir beitt sér fyrir, og orðið mikið ágengt í, vil ég
hér geta sjúkraflutninganna, sem hann hefir einn annazt
nú til margra ára hér í höfuðstaðnum og nágrenni hans,
svo og sjúkraskýlisins í Sandgerði, sem R. kr. hefir rekið
nú um þriggja ára skeið. Með þessu starfi sínu hefir félagið
lagt meira af mörkum en margan grunar, og hlotið mikla
viðurkenningu og vinsældir fyrir. Ýmislegt fleira mætti
nefna, sem R. kr. í. hefir lagt hönd að, svo sem námskeið
um land allt, forskóla hjúkrunarkvenna o. s. frv. En við-
fangsefnin eru miklu fleiri og ótalmörg, sem leysa þarf.
Enn hefir Rauða krossi íslands ekki vaxið svo fiskur um
hrygg, að honum hafi tekizt að koma þeim öllum til fram-
kvæmda,* en vonandi á framtíðin eftir að láta þá drauma
rætast.
Saga Rauða krossins á undanförnum árum er samtengd
sögu stórra og merkilegra viðburða. Saga þessara félaga
er saga um óteljandi blessunarrík störf, sem mannshöndin
hefir unnið í þágu bágstaddra og munaðarlausra. Skiln-