Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 39
MENNTAMÁL
165
tilefni til að vekja nýjan og óþekktan áhuga á gömlum og daglegum
viðfangsefnum skólans í heilsufræði, umgengni, fyrst og fremst, en
einnig í landafræði, handavinnu, teiknun og jafnvel í reikningi, skrift
o. fl. greinum, ef réttilega er á haldið. Möguleikarnir til eðlilegra og
frjórra áhugatengsla við dagleg námsefni skólans eru nærri því ó-
þrjótandi.
Rauði kross íslands hefir ákveðið að stofna til ungliðastarfs hér á
landi, og birtist i því tilefni grein hér á eftir, rituð af framkvæmda-
stjóra R. K. L, hr. Jakob Hafstein cand. jur. En miðstjórn Ungliða-
deilda Rauða kross íslands (U. R. K. í.) skipa: Sigurður Thorlacius
skólastjóri (form.), Jón Sigurðsson skólastjóri (ritari), Óskar Þórðar-
son læknir (gjaldkeri), Arngrímur Kristjánsson skólastjóri, Stefán
Jónsson kennari, Unnur Briem kennari og Þuríður Sigurðardóttir
hjúkrunarkona. Skólastjórar og kennarar, sem óska að taka þátt í
starfi U. R. K. í., snúi sér til miðstjórnar U. R. K. í., sem lætur fús-
lega í té allar nánari upplýsingar og leiðbeiningar.
JAKOB HAFSTEJN:
Rauði krossinn
og unglingadeildir R-K-félaganna
AÖalefni þessa erindis verður að minnast á ungliðadeildir
R.Kr.-félaganna, stofnun þeirra, starfsemi og skipulagn-
ingu. En þó vil ég, áður en lengra er farið út í þau efni
minnast nokkuð á Rauða krossinn, þ.e.a.s. þá alþjóðlegu
félagsheild, eða öllu heldur félagasamband, sem kennix
sig við táknið „Rauður kross á hvítum grunni“.
Eins og flestum mun nú kunnugt orðið eru Rauða kross
félögin starfandi í vel flestum menningarlöndum heims-
ins, en aðalstöðvarnar tvær eiga báðar aðsetur sitt í Evrópu: