Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 41

Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 41
MENNTAMÁL 167 gagnstæða var valið til handa þeirri starfsemi, er grund- vallaðist á tillögum hans. En þessi merkilegi maður vann ekki aðeins að því, að slíkar hjálpar- og hjúkrunarstöðvar, sem hér að framan hefir verið minnst á, létu til sín taka og störfuðu í ófriði, heldur einnig að félög yrðu stofnuð, sem innu að bata og velferð hinna særðu og sjúku á ófriðartímum. Fyrsta félagið í þessum tilgangi stofnaði hann sjálfur árið 1863, og síðan rak hver félagsstofnunin aðra víða um lönd undir nafninu „Rauði krossinn“, sem nú er þekkt um gervallan heim fyrir ómetanlega starfsemi til blessunar og heilla fyrir mannkynið. í þessu sambandi þykir mér rétt að vekja athygli á því, að í sumar átti Genfersamþykktin 75 ára afmæli, sem var minnst víða um lönd með þakklæti og frið í hugum manna, en fyrr en varði er ófriður geisandi um lönd öll, sem færir Rauða kross félögunum annað að hugsa en um unnin verk liðinna tíma. Af því, sem hér hefir þegar verið drepið á er það ljóst, að upphaflega vöknuðu hugmyndirnar um starfsemi Rauða kross félaganna á ófriðartímum og miðuðust því við slíkt ástand. En með hinum gífurlega vexti og viðgangi félags- starfsemi þessarar, sem brátt kom í ljós, breyttist viðhorf- ið, og menn sáu fljótlega að viðfangsefnin voru í ríkum mæli á friðartímum, enda lítill kostur á aS stofna og binda menn í félagsskap til starfs á stríðstímum, einmitt þeim tímum er menn vonuðu og óskuðu að kæmu aldrei yfir þjóðirnar. Og nú, eftir tugi ára starf þessa félagsskapar, er menn hugleiða hvílíkt geysilegt líknar- og hjálparstarf liggur að baki félagssamtökum þessum, undrast menn að ekki skuli vera liðinn lengri tími síðan hugmyndin um hjálpina til handa hinum bágstöddu á vígstöðvunum varð til, hvað þá að veruleika. Starf Rauða kross félaganna er nú orðið ákaflega marg- þætt. Það er ekki einungis á því sviði, sém þegat hefir verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.