Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 55
MENNTAMÁL
181
| Árni Friðriksson |
Árni hét maður og var Priðriksson. Hann fæddist að Hóli
við Stokkseyri 25. ágúst 1878, og dó að Svalbarði á Þórar-
insstaðaeyrum í Seyðisfjarðarhreppi í árslok 1938. Snemma
í janúar 1939 var hann jarðsettur í kirkjugarði Seyðisfjarð-
arkaupstaðar, og fylgdu flestir sveitungar hans til grafar
— alllangan veg. En auk þess nokkrir bæjarbúar.
Árni kom í Austurland 1907 og gerðist formaður að fiski.
Seinna gekk hann á kennaraskólann í Reykjavík og lauk
þar prófi vorið 1910. Það haust byrjaði hann barnakennslu
á Þórarinsstaðaeyrum og hefir síðan rækt starfið þar í 28
vetur. Jafnframt var hann vélbátsformaður á sumrum og
fór að fiski. Sjálfur var hann vélstjóri og notaði sömu vél-
ina í báti sínum allt frá 1914.
Árið 1910 giftist Árni Vilborgu Jónsdóttur, sem lifir mann
sinn, ásamt 3 dætrum og 2 drengjum.
Árni var hæglátur maður og hávaðalaus, en athugull,
traustur og hreinlátur hið ytra og inna. Hygg ég, að gott
hafi verið að hlíta forystu hans og umsjá, hvort sem sótt
var á hin hærri miðin eða lægri. Kalla ég til vitnis um það
líkfylgdina og vélina í bátnum hans. Auk þess reyndi ég
hann nokkuð, bæði sem kennara og samstarfsmann að fé-
lagsmálum. Og ber þeirri kynningu saman við hin ofan-
nefndu vitni.
Árni nefndi býli sitt Svalbarð. Ekki veit ég hvers vegna.
En nafnið er táknrænt. Sú kynslóð kennara, sem hann
heyrði til hefir búið á Svalbarði og þar er engum vært öðr-
um en þeim, sem vinna sér til hita.
Nú er rúmið Árna autt og verður þá vel, ef betur skipast
eftir en áður.
K. F,