Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 60

Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 60
186 MENNTAMÁL Barnablaðið Æskan 40 ára 5. október 1897 hóf barnablaðið Æskan göngu sína. Blaöið er því í raun og veru 42 ára nú í haust. En tvö árin, 1909 og 1920, gat þaö ekki komið' út, og var því 40 ára afmælis minnzt í október þ. á. Pyrsti ritstjóri Æskunnar var Sig. Júl. Jó- hannesson skáld, en síðan hafa ritstjórar ver- ið: Ólafía Jóhannsdóttir, Hjálmar Sigurðsson, Friðrik Friðriksson, Aðalbjörn Stefánsson, Sig- urjón Jónsson og loks hefir Margrét Jónsdóttir skáldkona og kennari verið ritstjóri síðan í Margrét Jonsdottir ársbyrjun 1928, fyrstu fjögur árin ásamt Guð- mundi Gíslasyni, en síðan ein. Guðjón Guðjónsson gegndi ritstjórn í forföllum M. J. eitt misseri, er hún var erlendis. Stórstúka íslands hefir gefið blaðið út síðan um áramót 1927—28, og allan þann tíma hefir Jóhann Ögm. Oddsson verið afgreiðslumaöur þess. Kaupendum Æskunnar hefir farið fjölgandi, einkum hin síðari ár, voru þeir 1600 árið 1908, nálægt 3500 árið 1924, en nú teljast þeir um 6400. Blaðið hefir einnig stækkað, bæði að broti og blaðsíðutali. Engum blöðum er um það að fletta, að Æskan hefir unnið ómetan- legt menningar- og uppeldishlutverk. Hún hefir flutt fróðleiksfúsum lesendum um land allt skemmtun og þekkingu, vakið áhuga og vikkað sjóndeildarhring. Skortur hæfilegs lesefnis fyrir börn og unglinga, hefir staðið fræðslustarfi margs heimilis og margs skóla tilfinnanlega fyrir þrifum fyrr og síðar. Æskan hefir lagt drjúgan skerf til umbóta þessu vandamáli. Margir eldri árgangar eru enn í dag vinsælt og gagnlegt lesefni, bæði í heimahúsum og í skóla. En mestu gengi hefir Æskan náð í ritstjórnartíð núverandi ritstjóra. Enda er M. J. búin öllum þeim aðalkostum, sem ritstjóri barnablaðs þarf að hafa. Hún er í senn ágætlega ritfær, smekkvís á mál og efnisval, nærgætin og skilningsglögg á þarfir barna. Menntamál flytja Æskunni, starfsmönnum hennar og útgefendum hugheilar þakkir og árnaðaróskir á þessum merku tímamótum. S. Th.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.