Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 12
138 MENNTAMÁL þeim er samfara. Ég verð að játa, að málið er enn lítið rannsakað, en mig grunar, að hættan muni verða augljós- ari að því skapi sem fleiri og betri gögn verða lögð á borðið. En eftir byrjunarathugunum, sem ég hefi gert á málfari barna í Reykjavík, virðist nokkur hluti barnanna ískyggi- lega illa að sér í móðurmálinu, þegar þau koma í skólann. Það er ekki einungis að þau skilja ekki og kunna ekki að nota fjölda algengra orða, heldur er meðferð málsins að öðru leyti mjög ábótavant, framburður bjagaður, fjöldi beyginga rangar og ýmsar myndir málsins alls ekki notað- ar. Ég tek það skýrt fram, að þetta á aðeins við um nokk- urn hluta barnanna. Ég fjölyrði svo ekki um þessi atriði að sinni, en mun máske síðar gera þeim betur skil hér í ritinu eða annars staðar. En það ætla ég, að hverjum manni megi vera Ijóst, að sé það rétt, að nokkur, máske allfjölmennur, hluti uppvaxandi kynslóðar sé á leið til að glata kjarna hins mælta máls, þá er mikið í húfi. Loks kem ég að þriðja atriðinu: einhliða kennslu móð- urmálsins i skólunum og líkunum fyrir breytingum til umbóta. Alkunnugt er það, að við móðurmálskennsluna hefir til skamms tíma, auk kennslu í lestri, nærri eingöngu verið lögð áherzla á stafsetningu. Stafar þetta meðal annars af því, að við fullnaðarpróf hefir öll áherzla verið lögð á kunnáttu í stafsetningu, og svo strangar kröfur verið gerðar, að fjöldi barna hefir fallið á hverju vori, hvernig sem kennararnir hafa lagt sig fram við kennsluna. Leikni og þekking í stafsetningu er vitanlega gagnleg og skemmti- leg, enda skylt og sjálfsagt að leggja alúð við að kenna hana þeim börnum, er hafa sæmileg skilyrði til að læra hana vel. En hitt er jafn fráleitt að láta hana skyggja á allar aðrar greinar móðurmálsins. En mesta fjarstæðan er þó sú að berjast viku eftir viku og ár eftir ár við algerlega vonlaust viðfangsefni, eins og það, sem kennurunum hefir undanfarið verið ætlað í stafsetningarkennslunni. Reynslan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.