Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 52

Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 52
178 MENNTAMÁL en hún sér yfirleitt um allar sendingarnar og athugar bæk- urnar áður, og því ber ungliðunum ætíð að senda allt til aðalstjórnarinnar, sem senda á til deildanna erlendis. Um leið og þetta starf ungliðanna eykur skilning og vináttu þeirra á milli, eykur það þekkingu þeirra á framandi þjóð- um og leikni þeirra í að nota og skilja erlend mál. Loks vil ég nefna undir þennan lið ungliðadeildaþingin, sem háð hafa verið í ýmsum löndum með mikilli þátttöku og áhuga ungliðanna. Vitanlega hafa þau geysi mikla þýðingu, því að þar kynnast börnirí af eigin raun háttum og siðum hvers annars, og vil ég í því sambandi geta þess, að í ráði hefir verið að Samband Rauða Kross félaganna í París stefndi til slíks alþjóðamóts ungliðadeilda Rauða Krossins. Ég hefi hér að framan reifað nokkuð starf og skipulagn- ingu ungliðadeilda Rauða Kross félaganna. Rauði Kross íslands hyggst nú, eins og ég gat um í upphafi, að heita á æsku lands vors til starfs innan vébanda hans. Hann hefir þegar samið lögin fyrir hinar tilvonandi ungliða- deildir sínar. Hann trúir því, að sá málstaður, sem hér liggur til grundvallar, fái hljómgrunn í hjörtum íslenzkra barna og veki áhuga þeirra fyrir Rauða Kross starfseminni. Hann trúir því, að foreldrar og kennarar vorir sjái gildi þessa starfs og hvetji börnin til hollra og nytsamra átaka innan vébanda Rauða Kross íslands. Hann trúir því, að starfsemi ungliðadeildanna verði einn öflugur liður i því starfi að gera Rauða Kross íslands að sterku og voldugu félagi, sem muni takast í framtíðinni að lyfta mörgum Grettistökum í framfara- og menningarmálum þjóðar vorrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.