Menntamál - 01.12.1939, Síða 58

Menntamál - 01.12.1939, Síða 58
184 MENNTAMÁL söngstjórn og söngkennslu. 1923 var hann ráðinn söng- kennari við Barnaskóla Reykjavíkur. Stundaði hann það starf til 1930. En varð þá að láta af störfum vegna þess, að hann hafði ekki kennarapróf. En alls mun hann hafa fengist við söngkennslu í yfir 30 ár. Allt starf Hallgríms fyrir sönglistina hefir borið vott um sérstaka óeigingirni og áhugi hans alveg ód'repandi. P. H. Uppeldi vandræðabarna Dr. Matthías Jónasson sat tvö alþjóðaþing uppeldisfræðinga í Genf sl. sumar sem fulltrúi ís- lenzku fræðslumálastjórnarinn. ar. Annað þessara þinga tók til meðferðar uppeldi vangefinna og erfiðra barna og unglinga. Dr. Matthías hefir ritað fræðslu- málastjóra ítarlega og einkar fróðlega skýrslu um þetta efni, 58 þéttskrifaðar folio-síður. — Skýrslan er í þrem köflum: I. Reynsluheimili. II. Dvalarheim- ili handa vandræðabörnum. III. Dvalarheimili handa afbrota- æsku. Vér íslendingar erum langt á eftir öðrum menningarþjóðum um meðferð vandræða- og af- brotabarna. Hin fróðlega grein- argerð dr, Matthíasar um með- ferð þessara mála í Sviss á því brýnt erindi til allra hugsandi manna á íslandi og alveg sérstaklega til kennara. Eru það vinsamleg tilmæli vor, að fræðslumálastjóri hlutist til um, að handrit Matthíasar verði sem fyrst gefið út í bókarformi, því að í útdrætti, t. d. í Mennta- málum, myndi það ekki njóta sín að verðleikum.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.