Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 24
150
MENNTAMÁL
1. Skáti segir ávallt satt og gengur aldrei á bak
orða sinna. 2. Skáti er tryggur. 3. Skáti er hæverskur í
hugsunum, orðum og verkum. 4. Skáti er hlýðinn. 5. Skáti
er glaðvær. 6. Skáti er þarfur öllum og hjálpsamur. 7.
Skáti er drengilegur í allri háttsemi. 8. Skáti er spar-
samur. 9. Skáti er dýravinur, og 10. Allir skátar eru góðir
lagsmenn.
Þessar setningar eru einfaldar og látlausar, þegar maður
les þær eða heyrir þær hverja fyrir sig, en þær eru óum-
ræðilega fagrar og gullvægar i huga og meðvitund hvers
skátadrengs og skátastúlku og þó dásamlegastar í sjálfu
starfi þeirra og athöfnum. Og ég get bætt því við, að ég
þekki engan skáta, dreng né stúlku, sem ekki telur sér
helga skyldu að hlýða skátalögunum.
Um almenn störf skáta, próf og sérkeppni, vísast til
,,Skátabókarinnar“.
Því miður hafa íslenzkir barnaskólar lítið látið skáta-
starfið til sín taka, og er það skaði. Slíkt væri hvorttveggja
í senn ágætt tækifæri fyrir kennarann og það mundi veita
starfi hans meira uppeldisgildi og um leið auðga störf
skólans til stórra muna.
Laugarnesskóla 17. febr. 1939.
Jón Sigurðsson.