Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 20
146 MENNTAMÁL Uppeldisgildi skátastarfsins og skólinn Vaíalaust er starf barnakennarans eitt allra vanaasam- asta starf þjóðfélagsins og um leið eitt allra virðuleg- asta starfið. En kennarastarfið er erfitt, og það þótt kenn- arinn sinni aðeins því eina verkefni að kenna barninu námsgreinar þær, sem á stundaskránni standa. En fáir íslenzkir barnakennarar munu láta þar staðar numið, heldur hefir kennarinn jafnan með höndum marg- háttaða viðleitni til að efla manndóm barnsins og tryggja hamingju þess og farsæld er það vex upp og verður ábyrg- ur þegn þjóðfélagsins. Nútíma uppeldisfræði hefir leitt það í ljós, að athafna- hvöt barnsins er sprottin af innri þörf þess til að afla sér viðfangsefna við sitt hæfi, sem það getur eflst og þroskast á að glíma við og sigrast á. Höfuðvandamál kennarans er því að ná réttum tökum á athafnaþörf hvers einstaks barns og beina áhugaefnum þess að hollum við- fangsefnum og þannig á heilbrigðan h'átt stuðla að mótun skapgerðar barnsins, mótun og stæling viljans, eflingu starfslöngunar þess og starfhæfni. Það er dásamlegt að kynnast logandi áhuga barna, sem keppast við geðíellt starf. En þannig starfa börn, sem á frjálsan og óþvingaðan hátt fá að vinna að því sem þeim er hugleikið og kært. Því miður er starf okkar íslenzku kennaranna og störf og nám barnanna í skólanum óhæfilega lítið í samræmi og sambandi við líf barnanna sjálfra og þau áhugaefni þeirra, sem helzt eru fallin til að laða fram hjá barninu hina beztu eiginleika þess og festa með þvi vissa ágæta hæfileika, sem síðar yrðu því eiginlegir og tamir á full- orðinsárum þess. Að vísu fá börnin oft nokkurn áhuga fyrir námsefni sínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.