Menntamál - 01.12.1939, Page 20

Menntamál - 01.12.1939, Page 20
146 MENNTAMÁL Uppeldisgildi skátastarfsins og skólinn Vaíalaust er starf barnakennarans eitt allra vanaasam- asta starf þjóðfélagsins og um leið eitt allra virðuleg- asta starfið. En kennarastarfið er erfitt, og það þótt kenn- arinn sinni aðeins því eina verkefni að kenna barninu námsgreinar þær, sem á stundaskránni standa. En fáir íslenzkir barnakennarar munu láta þar staðar numið, heldur hefir kennarinn jafnan með höndum marg- háttaða viðleitni til að efla manndóm barnsins og tryggja hamingju þess og farsæld er það vex upp og verður ábyrg- ur þegn þjóðfélagsins. Nútíma uppeldisfræði hefir leitt það í ljós, að athafna- hvöt barnsins er sprottin af innri þörf þess til að afla sér viðfangsefna við sitt hæfi, sem það getur eflst og þroskast á að glíma við og sigrast á. Höfuðvandamál kennarans er því að ná réttum tökum á athafnaþörf hvers einstaks barns og beina áhugaefnum þess að hollum við- fangsefnum og þannig á heilbrigðan h'átt stuðla að mótun skapgerðar barnsins, mótun og stæling viljans, eflingu starfslöngunar þess og starfhæfni. Það er dásamlegt að kynnast logandi áhuga barna, sem keppast við geðíellt starf. En þannig starfa börn, sem á frjálsan og óþvingaðan hátt fá að vinna að því sem þeim er hugleikið og kært. Því miður er starf okkar íslenzku kennaranna og störf og nám barnanna í skólanum óhæfilega lítið í samræmi og sambandi við líf barnanna sjálfra og þau áhugaefni þeirra, sem helzt eru fallin til að laða fram hjá barninu hina beztu eiginleika þess og festa með þvi vissa ágæta hæfileika, sem síðar yrðu því eiginlegir og tamir á full- orðinsárum þess. Að vísu fá börnin oft nokkurn áhuga fyrir námsefni sínu

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.