Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL
141
fyrir, en hin fást við eitthvað, sem þeim er nauðsynlegra
á meðan.
Ég læt hér staðar numið um móðurmálskennsluna, þótt
fátt eitt sé fram tekið af því, sem vert væri að minnast á.
Að lokum ætla ég að minnast á atriði, sem lítið hefir
verið ritað um opinberlega hér á landi, en kennarar hafa
rætt í sinn hóp, það er sérstaða kynjanna í barnaskólun-
um. Hygg ég að því máli verði miklu meiri gaumur gefinn
næstu áratugi en hingað til.
Alkunnugt er það, að drengir og telpur hafa mjög ólik
sjónarmið og mismunandi áhugaefni þegar á ungum aldri,
en einkum skerpist þessi munur um 10—11 ára aldurinn.
Til dæmis er það mjög áberandi í barnaskólunum, hversu
áhugasamar telpur á aldrinum 11—14 ára eru um allt, sem
lýtur að kvenlegum störfum, svo sem hannyrðum og mat-
reiðslu. Er ekki ofmælt, að flestar telpurnar gangi að þessu
námi með fögnuði og hlakki til hverrar kennslustundar.
Þennan mikla áhuga, sem sýnilega er sprottinn af innri
þörf, ber að nota til hins ítrasta, ekki einungis til þess að
kenna þessar greinir, heldur ætti vafalaust að koma sem
mestum hluta námsins í tengsl við þessi rótgrónu hugðar-
efni. Af þessu leiðir meðal annars, að þar sem því verður
við komið, er rétt að skipta börnunum frá 10—11 ára aldri
í bekki eftir kynferði. Ég hefi ekki rúm til að rökstyðja
þessa skoðun að sinni, en ég vil aðeins benda á það, að ég
þykist viss um, að eigi líði mjög langt þangað til, að í
stærri skólum þyki sjálfsagt að hafa sérstakar kennslu-
stofur fyrir kennslu eldri telpna og aðrar fyrir drengi.
í kennslustofu stúlknanna mundi verða eldavél í einu
horni og saumavélar í öðru, uppþvottavaskur yrði þar
einnig og annað, sem nauðsynlegt væri til starfa í eldhúsi
og dagstofu. Þó færi því fjarri, að stúlkurnar ættu mestan
hluta skólatímans að starfa við uppþvotta, eldhússtörf og
saumaskap. Þær yrðu látnar reikna, skrifa, lesa og teikna
mikið á hverjum degi. En allt yrði þetta sett í samband