Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 143 beldi er vegur til fjár og valda. Víðvegar um hinn mennt- aða heim hafa kennarar og samtök þeirra verið útverðir skoðanafrelsis og réttlætis. En í hverju landinu af öðru hafa þeir orðið að víkja af verðinum fyrir ofurefli byssu- stingjanna, en leiguþý ofbeldisins látin taka sæti þeirra í kennslustofunum og æskulýðsfélögunum. Alþjóðasamtök kennara lifa þó enn, hugsjón þeirra , friður, frelsi og rétt- læti, lifir og miljónir kennara i samtökunum og utan þeirra eru enn sem fyrr viðbúnir að starfa fyrir þær. Vér megum ekki örvænta, ekki missa trúna á sigur hins góða málstaðar. Með því að vinna dyggilega, hver á sínum stað, að framförum í starfi voru, vinnum vér fyrir æskuna, fram- tíð þjóðarinnar. S. Th. Merkisár Einn vegarsteinn í menningarsögu þjóðarinnar var reist- ur árið 1889 með stofnun „Hins íslenzka kennarafélags". Það er ómaksins vert að litast um í þjóðfélaginu og sjá hvernig umhorfs er, þegar menn eru svo bjartsýnir, að þeir bindast samtökum til þess að hefja baráttu fyrir alhliða menningu og menntun þjóðarinnar. Menn verða bjartsýnir í árgæzku. Til allrar hamingju gleymast bágindi undangenginna ára oft fljótt. Þegar alls er gætt má telja árið 1889 eitt af hinum mestu heillaárum fyrir islenzku þjóðina á síðari hluta 19. aldar. Um vorið voru sífelldir sunnanvindar og blíðviðri. Grasvöxtur varð því með langbezta móti víðast hvar, en ágætir þurrkar og bezta heyskapartíð hélst frá miöjum júlí fram í miðjan september. Nýting heyja varð ágæt og heyin mikil og góð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.