Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL
143
beldi er vegur til fjár og valda. Víðvegar um hinn mennt-
aða heim hafa kennarar og samtök þeirra verið útverðir
skoðanafrelsis og réttlætis. En í hverju landinu af öðru
hafa þeir orðið að víkja af verðinum fyrir ofurefli byssu-
stingjanna, en leiguþý ofbeldisins látin taka sæti þeirra
í kennslustofunum og æskulýðsfélögunum. Alþjóðasamtök
kennara lifa þó enn, hugsjón þeirra , friður, frelsi og rétt-
læti, lifir og miljónir kennara i samtökunum og utan
þeirra eru enn sem fyrr viðbúnir að starfa fyrir þær. Vér
megum ekki örvænta, ekki missa trúna á sigur hins góða
málstaðar. Með því að vinna dyggilega, hver á sínum stað,
að framförum í starfi voru, vinnum vér fyrir æskuna, fram-
tíð þjóðarinnar. S. Th.
Merkisár
Einn vegarsteinn í menningarsögu þjóðarinnar var reist-
ur árið 1889 með stofnun „Hins íslenzka kennarafélags".
Það er ómaksins vert að litast um í þjóðfélaginu og sjá
hvernig umhorfs er, þegar menn eru svo bjartsýnir, að þeir
bindast samtökum til þess að hefja baráttu fyrir alhliða
menningu og menntun þjóðarinnar.
Menn verða bjartsýnir í árgæzku. Til allrar hamingju
gleymast bágindi undangenginna ára oft fljótt. Þegar alls
er gætt má telja árið 1889 eitt af hinum mestu heillaárum
fyrir islenzku þjóðina á síðari hluta 19. aldar. Um vorið
voru sífelldir sunnanvindar og blíðviðri. Grasvöxtur varð
því með langbezta móti víðast hvar, en ágætir þurrkar og
bezta heyskapartíð hélst frá miöjum júlí fram í miðjan
september. Nýting heyja varð ágæt og heyin mikil og góð.