Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 30
156
MENNTAMÁL
ferninganna í fletinum, en þó hafa þau einingu flatar-
málsins á valdi sínu.
o o
• •• o o
• •• j o o
• o
7—8 ára börn ,sem lagt hafa þessa fleti úr töflum, eru í
engum vafa um stærð þeirra, að þeir eru allir jafnir 4 • 3
eða 3 • 4 = 12 ferningar. Þau skjóta töflunum til á marga
vegu og athuga hvernig ummálið breytist, þótt flatarmálið
(stærðin) sé hið sama.
Úr kubbunum (teningum, strendingum, toppstrending-
um) hlaða börnin margvíslega strendinga, kassa, hús, súl-
ur, turna o. fl. og afla sér þannig þekkingar á grundvallar-
atriðum rúmfræðinnar.
Það er alkunna hve miklu gleggri og traustari þekking
manna, og þó einkum barna, er á þeim einkennum hluta,
sem sýnileg eru og þreifanleg, heldur en hinum, sem aðeins
eru hugsuð. Þess vegna keppa kennarar að því, að gera alla
kennslu; og hvað helzt byrjunarkennslu, sem allra hlutlæg-
asta. Nú er mælingafræðin hlutlægust allra greina stærð-
fræðinnar, og því einna bezt við barna hæfi. Hún er líka
skemmtileg og aðlaðandi fyrir flesta, og þess vegna alls, má
stærðfræðikennslan ekki við því að kasta henni frá sér,
eða skjóta henni á frest fram á síðustu skólaár.
Jafnframt og börnin raða hlutum sínum, hvort sem þau
hlaða rúmmyndir, leggja flatarmyndir eða talnakerfi, þarf
að æfa frumatriði skriflega reikningsins, og það þarf að
gera skipulega, því að öll grautargerð er stærðfræðinni
andstæð.
Fyrsta kennslan í meðferð tölustafa, skriflegum reikn-
ingi, er að æfa greiningu tölugildis þeirra, á svo skipulegan
hátt, að börnunum verði sem ljósust öll bygging talnanna.
Hér er dæmi (þó ekki tæmandi) um fyrstu athugun
tölunnar 6