Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 63

Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 63
MENNTAMÁL 189 þar sem bezt getur. Víða er brugðið upp sterkum myndum af atburðum, sem snerta líf mannsins á svipaðan hátt og líf skepnunnar, vil ég þar einkum nefna kaflann um móðursorgina. í fljótu bragði virðist það ef til vill ekki efni í alllanga bók, að segja frá einni sumaræfi Flekku og Brúðu; en höf. er svo mikill náttúrudýrkandi, eftir sögunni að dæma, að honum tekst að laða aðra með sér upp um hlíðar og fjöll og hlusta á Rousseau-boðskap hans: — Hverfið til náttúrunnar með hugsanir yðar, þar munuö þér finna hreinleika og fegurð, en þar mun- uð þér einnig sjá hina eilífu baráttu, sem aldrei verður umflúin. G. M. M. Helgi Hálfdánarson: Ferðalangar. Æfintýri handa börnum og unglingum. Bókaútg. Heimskringlu 1939. Þetta er nýstárleg bók. Höfundurinn tekur nokkra þætti efnis- og eðlisfræðinnar og reynir að klæða í búning æfintýrsins. Hér er vissu- lega djörf tilraun, þar sem vísindi og æfintýr hafa fremur sjaldan átt samleið í bókmenntunum. Til þess að slík tilraun takist vel, þarf höf. að hafa yfirgripsmikla sýn yfir hið fræðilega efni, en auk þess vera skáld nokkurt. Allt bendir til þess, að höfundurinn uppfylli bæði þessi skilyrði. Hann grípur lesandann strax öruggu taki og ýmist leiðir hann á skemmtilegan og aðgengilegan hátt gegnum þá hluti, sem við göngum á eða horfum á daglega, eða hann flýgur með hann út um alla geima, frá sólkerfi til sólkerfis og sýnir honum hina undraveröustu hluti. Ég gæti trúað því, að margt í þessu æfintýri vekti lesendur til meiri at- hugunar á þessum hlutum en fyr. Þegar dregur að lokum æfintýrsins, ber fræðimaðurinn allt annað ofurliða, og verður lesandanum full- erfitt að meðtaka vísindaskammt á seinustu blaðsíðunum. Þetta er, frá mínu sjónarmiði, eini galli bókarinnar, en annars á bókin skiliö að vera lesin og rædd. Hún er á margan hátt mjög aðlaðandi. G. M. M. Susan Isaacs: Frá vöggu til skóla. Símon Jóh. Ágústs- son þýddi með leyfi höfundar, Akureyri 1939, Þorsteinn M. Jónsson gaf út. Höfundur bókarinnar er frægur sálarfræðingur og rithöfundur. Dr. Símon segir í formála bókarinnar: „Þessi bók, sem fjallar um sálarlíf og uppeldi barna til 6—7 ára aldurs, er eitt hið bezta rit við almenn- ings hæfi, sem ég þekki um þetta efni.“ Þeir, sem þekkja dr. Símon, þekkingu hans og vandvirkni, geta ekki verið í vafa um, að svona um- mæli frá hans hálfu eru mikil meðmæli með bók. Kennarar, lesið þessa bók og útbreiðið hana meðal foreldra. Með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.