Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 23

Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 23
MENNTAMÁL 149 verkefni sem því eru holl og ljúf og þó nauðsynleg til að efla þroska þess. Öll störf skáta miða að því að temja skátanum fórn- fýsi, glaðværð, hjálpsemi og skyldurækni. Skátinn temur sér að „vera ávallt viðbúinn“ hvað sem að höndum ber. Þess vegna kostar hann kapps um að kunna skil á sem flestum hlutum. En það er honum alltaf óþrjótandi verk- efni, ný og ný markmið, nýjar og nýjar þrautir til að sigrast á. Skátinn venst við að taka tillit til annara. Hann temur sér hlýðni og hollustu við áhugamál sín og félaga sína og hann öðlast heilbrigða ábyrgðartilfinningu. Fjölbreytni skátastarfsins gefur barninu stöðugt tæki- færi til að breyta um starf og viðfangsefni, sem þó ávallt miða að sama heildarmarkinu. En það venur barnið á stefnufestu, en veitir þvi hinsvegar þá fjölbreytni, sem því er nauðsynleg í starfinu. Skátastarfið er þannig upp- eldi sérhvers skátadrengs og skátastúlku i fullkomnu, fjöl- þættu sambandi við líf barnsins, náttúru landsins og sjálft lífið, í afmörkuðum hópi hvers einstaks flokks og þó í samfélagi allrar skátaheildarinnar. Hver flokkur telur 6—8 skátadrengi eða skátastúlkur. Þessi fámenni hópur er ein heild út af fyrir sig. Innan þessara þröngu vébanda eru ákvarðanir flokksins teknar, störfum niðúr raðað og afrek unnin. Og höfuö uppeldis- gildi skátastarfsins hvílir á þessari sundurgreiningu í starfs og vinahópa. Ef skólarnir taka skátamálið að verulegu leyti í sínar hendur, má búast við, að breyta þurfi starfsháttum skát- anna að einhverju leyti til samræmis við störf skólans. Góðir skátar starfa samkvæmt skátalögunum, og ég skal nú að lokum gera grein fyrir þeim, svo að hver kennari geti sannfært sig um það, hvort skátalögin og störf skáta geta ekki fullkomlega samrýmst uppeldisstarfi skólans. Þessi eru skátalögin:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.