Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 16
142
MENNTAMÁL
við heimilisstörfin. Þær mundu læra efnafræði, einkum
bætiefnafræði, sögu íslenzkrar matargerðar og ágrip af
erlendri o. s. frv. til undirbúnings og samtímis matreiðsl-
unni. Þær lærðu að reikna kostnað við matarkaup, að mæla
og reikna efni í fatnað o. s. frv. Dæmin mundu verða til
eðlilega og sjálfkrafa og fela í sér margvíslegan almennan
fróðleik og umhugsunarefni. Móðurmál og bókmenntir
mundu þær læra á svipaðan hátt og lýst hefir verið að
framan, að því viðbættu, að einnig það yrði tengt við
heimilisþarfirnar. Það er t. d. auðskilin nauðsyn fyrir
unga stúlku að vera skemmtileg í umgengni, en til þess
þarf hún að geta talað um fleira en fatasnið og matargerð.
Hún þarf að kunna sögur og kvæði, vita skil á bókmennta-
og listastefnum og getað reifað skoðanir sínar á smekk-
vísan hátt á góðu máli. Til alls þessa þarf einnig að iðka
lestur og skrift. Og teiknunin fær einnig sinn heiðurssess
í þessu námi. Sama máli gegnir um dans og aðrar íþróttir.
Um nám drengjanna er svipað að segja. Þar kemur steðji,
smiðja, hefilbekkur og rennibekkur i stað elda- og sauma-
vélar, og allt námsviðhorf breytist að öðru leyti í sam-
ræmi við karlmannleg áhugaefni og metnaðardrauma.
Mér er það ljóst, að þótt ég hafi nú drepið á nokkur
atriði, sem ég tel miklu máli skipta um stefnu skólamál-
anna á næstu áratugum, þá er margt ótalið, sem ve.rt væri
að ræða, þar á meðal t. d. íþróttir og heilsuvernd. Raddir
hafa heyrzt um það á síðustu tímum, meðal annars í út-
varpinu, að útiíþróttir, eins og skíðaganga og skautahlaup
ættu að koma í staðinn fyrir leikfimi í skólum. Ég er al-
gerlega á öndverðri skoðun, enda þótt ég efist ekki um
gildi útiíþróttanna. Leikfimin hefir áreiðanlega sitt hlut-
verk að vinna í skólunum, og mun verða því viðurkennd-
ari og meira metin, sem áhrif hennar verða betur rann-
sökuð og sjálfar kennsluaðferðirnar vísindalegri.
Vér lifum á tímum styrjaldar og kúgunar, þegar menn-
ingarstörf eru lítils metin, en lýðskrum, sviksemi og of-