Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 18
144
MENNTAMÁL
Garðrækt heppnaðist alls staðar með bezta móti. Skepnu-
höld yfirleitt ágæt.
Þar sem árferðið var svo gott, má segja, að bændum hafi
leikið flest í lyndi. Arður af búpeningi varð meiri en und-
anfarin ár og sláturfé í háu verði um haustið. Jarðabætur
voru með mesta móti, einkum túnsléttur og garðrækt.
Fiskiveiðar heppnuðust einnig vel, víðast hvar. — „Þótti
einkum skyggja á, að Færeyingar spilltu veiðum íslendinga
með allskonar yfirgangi, og þungar búsifjar veittu enskir
fiskimenn Austfirðingum, voru þeir síðari hluta sumars þar
á 16 gufuskipum litlum og girtu með lóðum fyrir alla firði
og oft í landhelgi“, segir í „Fréttum frá íslandi“ 1889.
Sökum árgæzkunnar urðu vesturfarir með minna móti.
Talið var, að 625 manns hefði alls flutzt til Vesturheims á
árinu, en miklu meira kippti úr flutningunum næsta ár;
þá fóru ekki nema tæp 200 manns vestur um haf og þótti
það mjög lítið. Kemur þar þvi greinilega í ljós, að góðærið
1889 skapar nýja trú og bjarta á landið og þjóðlífið.
Þá gerðust þau merkistíðindi, að lögin um fyrstu stór-
brúna (Ölfusár) á íslandi voru staðfest af konungi 3. maí
þetta ár, og framlag ákveðið. Tryggvi Gunnarsson tók að
sér brúarsmíðið og hóf þegar undirbúning um haustið.
í búnaðarmálum landsins gerðist þá sú nýlunda, að
Hvanneyrarskólinn komst fyrir fullt og allt á laggirnar með
vorinu og tók til starfa.
Þá er eftirtektarvert fyrir þessi ár, að áhugi fyrir bókum
virðist grípa meira um sig en fyr. Kemur það meðal ann-
ars fram í stofnun lestrarfélaga. Árið 1888 munu alls hafa
verið 25 lestrarfélög hér á landi, en með árinu 1889 hleypur
vöxtur í slíkar félagsstofnanir, svo að það ár eru stofnuð
3 félög, en árið 1890 eru stofnuð 16 lestrarfélög og er það
meira en á nokkru ári fyr eða síðar, næst flest eru stofnuð
8 félög og sjaldan fleiri en 3—4 á ári fram að 1903. Má af
þessu draga þær ályktanir, að góðærið 1889 hafi lyft undir