Menntamál - 01.12.1939, Qupperneq 18

Menntamál - 01.12.1939, Qupperneq 18
144 MENNTAMÁL Garðrækt heppnaðist alls staðar með bezta móti. Skepnu- höld yfirleitt ágæt. Þar sem árferðið var svo gott, má segja, að bændum hafi leikið flest í lyndi. Arður af búpeningi varð meiri en und- anfarin ár og sláturfé í háu verði um haustið. Jarðabætur voru með mesta móti, einkum túnsléttur og garðrækt. Fiskiveiðar heppnuðust einnig vel, víðast hvar. — „Þótti einkum skyggja á, að Færeyingar spilltu veiðum íslendinga með allskonar yfirgangi, og þungar búsifjar veittu enskir fiskimenn Austfirðingum, voru þeir síðari hluta sumars þar á 16 gufuskipum litlum og girtu með lóðum fyrir alla firði og oft í landhelgi“, segir í „Fréttum frá íslandi“ 1889. Sökum árgæzkunnar urðu vesturfarir með minna móti. Talið var, að 625 manns hefði alls flutzt til Vesturheims á árinu, en miklu meira kippti úr flutningunum næsta ár; þá fóru ekki nema tæp 200 manns vestur um haf og þótti það mjög lítið. Kemur þar þvi greinilega í ljós, að góðærið 1889 skapar nýja trú og bjarta á landið og þjóðlífið. Þá gerðust þau merkistíðindi, að lögin um fyrstu stór- brúna (Ölfusár) á íslandi voru staðfest af konungi 3. maí þetta ár, og framlag ákveðið. Tryggvi Gunnarsson tók að sér brúarsmíðið og hóf þegar undirbúning um haustið. í búnaðarmálum landsins gerðist þá sú nýlunda, að Hvanneyrarskólinn komst fyrir fullt og allt á laggirnar með vorinu og tók til starfa. Þá er eftirtektarvert fyrir þessi ár, að áhugi fyrir bókum virðist grípa meira um sig en fyr. Kemur það meðal ann- ars fram í stofnun lestrarfélaga. Árið 1888 munu alls hafa verið 25 lestrarfélög hér á landi, en með árinu 1889 hleypur vöxtur í slíkar félagsstofnanir, svo að það ár eru stofnuð 3 félög, en árið 1890 eru stofnuð 16 lestrarfélög og er það meira en á nokkru ári fyr eða síðar, næst flest eru stofnuð 8 félög og sjaldan fleiri en 3—4 á ári fram að 1903. Má af þessu draga þær ályktanir, að góðærið 1889 hafi lyft undir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.