Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 66
192
MENNTAMÁL
fjölda annarra ræð'umanna töluðu þar fræðslumálastjórinn, J. K.,
borgarstjórinn í Reykjavík, Pétur Halldórsson, sem kom beint af
skipsfjöl í samsætið, Bjarni Bjarnason alþingismaður, dr. Guðmundur
Finnbogason, Helgi Hjörvar, Þorsteinn M. Jónsson og Þórður Thor-
oddsen. Sungið var kvæði Margrétar Jónsdóttur, sem birt er á öðrum
stað hér í þessu hefti. Hófinu stjórnaði Jón Sigurðsson skólastjóri,
formaöur landssýningarnefndar.
Landssýninguna sóttu á 4. þúsund manns. Vakti sýningin mikla
athygli, enda var mjög til hennar vandað bæði frá hálfu ýmsra skóla,
sem áttu vinnuna, og svo hafði sýningarnefnd lagt af mörkum ótrú-
lega mikið og prýðilegt starf.
Á uppeldismálaþinginu fluttu erindi: Ármann Halldórsson magister,
Karl Pinnbogason skólastjóri og dr. Símon Jóh. Ágústsson.
Fulltrúaþingið fór í boði bæjarstjórnar Reykjavíkur austur að Sogs-
fossum. Skoðuðu fulltrúarnir hin miklu mannvirki, en í bakaleiðinni
var setzt að matarveizlu í Þrastalundi. Förinni stjórnaði dr. Björn
Björnsson hagfræðingur Reykjavíkurbæjar.
Nánari greinargerð um fulltrúaþingið. samþykktir þess og málameð-
ferðferð, mun verða send í Félagsblaðinu, þegar fullákveðið hefir verið,
hvort fulltrúaþing skuli haldið í vor eða ekki. En stjórn S. í. ti. hefir
frestað ákvörðun um það þangað til Alþingi, sem nú situr, hefir lokiö
afgreiðslu vissra mála.
Heiðursfélagar S. í. B. voru kjörnir af fulltrúaþinginu: dr. Guðm.
Finnbogason, Magnús Helgason, Steingrímur Arason og Þórður Thor-
oddsen.
Kennsla í uppeldisvísindum.
Dr. Símon Jóh. Ágústsson heldur uppi kennslu í háskólanum í vetur
í uppeldis- og barnasálarfræði. Um 30 kennarar sækja kennsluna.
Grein Árna M. Rögnvaldssonar
um foreldrafélög, verður að bíða næsta heftis.
Útgefandi: Samband íslenzkra barnakennara.
Útgáfustjórn: Sigurður Thorlacius, form., Guðjón Guðjónsson og
Sigríður Magnúsdóttir.
Ritstjóri: Sigurður Thorlacius, Austurbæjarskólanum.
Afgreiðslu- og innheimtum.: Sigríður Magnúsdóttir, Þórsgötu 19.
Prentsmiðjan Edda h.f.