Menntamál - 01.12.1939, Qupperneq 16

Menntamál - 01.12.1939, Qupperneq 16
142 MENNTAMÁL við heimilisstörfin. Þær mundu læra efnafræði, einkum bætiefnafræði, sögu íslenzkrar matargerðar og ágrip af erlendri o. s. frv. til undirbúnings og samtímis matreiðsl- unni. Þær lærðu að reikna kostnað við matarkaup, að mæla og reikna efni í fatnað o. s. frv. Dæmin mundu verða til eðlilega og sjálfkrafa og fela í sér margvíslegan almennan fróðleik og umhugsunarefni. Móðurmál og bókmenntir mundu þær læra á svipaðan hátt og lýst hefir verið að framan, að því viðbættu, að einnig það yrði tengt við heimilisþarfirnar. Það er t. d. auðskilin nauðsyn fyrir unga stúlku að vera skemmtileg í umgengni, en til þess þarf hún að geta talað um fleira en fatasnið og matargerð. Hún þarf að kunna sögur og kvæði, vita skil á bókmennta- og listastefnum og getað reifað skoðanir sínar á smekk- vísan hátt á góðu máli. Til alls þessa þarf einnig að iðka lestur og skrift. Og teiknunin fær einnig sinn heiðurssess í þessu námi. Sama máli gegnir um dans og aðrar íþróttir. Um nám drengjanna er svipað að segja. Þar kemur steðji, smiðja, hefilbekkur og rennibekkur i stað elda- og sauma- vélar, og allt námsviðhorf breytist að öðru leyti í sam- ræmi við karlmannleg áhugaefni og metnaðardrauma. Mér er það ljóst, að þótt ég hafi nú drepið á nokkur atriði, sem ég tel miklu máli skipta um stefnu skólamál- anna á næstu áratugum, þá er margt ótalið, sem ve.rt væri að ræða, þar á meðal t. d. íþróttir og heilsuvernd. Raddir hafa heyrzt um það á síðustu tímum, meðal annars í út- varpinu, að útiíþróttir, eins og skíðaganga og skautahlaup ættu að koma í staðinn fyrir leikfimi í skólum. Ég er al- gerlega á öndverðri skoðun, enda þótt ég efist ekki um gildi útiíþróttanna. Leikfimin hefir áreiðanlega sitt hlut- verk að vinna í skólunum, og mun verða því viðurkennd- ari og meira metin, sem áhrif hennar verða betur rann- sökuð og sjálfar kennsluaðferðirnar vísindalegri. Vér lifum á tímum styrjaldar og kúgunar, þegar menn- ingarstörf eru lítils metin, en lýðskrum, sviksemi og of-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.