Menntamál - 01.12.1939, Side 12

Menntamál - 01.12.1939, Side 12
138 MENNTAMÁL þeim er samfara. Ég verð að játa, að málið er enn lítið rannsakað, en mig grunar, að hættan muni verða augljós- ari að því skapi sem fleiri og betri gögn verða lögð á borðið. En eftir byrjunarathugunum, sem ég hefi gert á málfari barna í Reykjavík, virðist nokkur hluti barnanna ískyggi- lega illa að sér í móðurmálinu, þegar þau koma í skólann. Það er ekki einungis að þau skilja ekki og kunna ekki að nota fjölda algengra orða, heldur er meðferð málsins að öðru leyti mjög ábótavant, framburður bjagaður, fjöldi beyginga rangar og ýmsar myndir málsins alls ekki notað- ar. Ég tek það skýrt fram, að þetta á aðeins við um nokk- urn hluta barnanna. Ég fjölyrði svo ekki um þessi atriði að sinni, en mun máske síðar gera þeim betur skil hér í ritinu eða annars staðar. En það ætla ég, að hverjum manni megi vera Ijóst, að sé það rétt, að nokkur, máske allfjölmennur, hluti uppvaxandi kynslóðar sé á leið til að glata kjarna hins mælta máls, þá er mikið í húfi. Loks kem ég að þriðja atriðinu: einhliða kennslu móð- urmálsins i skólunum og líkunum fyrir breytingum til umbóta. Alkunnugt er það, að við móðurmálskennsluna hefir til skamms tíma, auk kennslu í lestri, nærri eingöngu verið lögð áherzla á stafsetningu. Stafar þetta meðal annars af því, að við fullnaðarpróf hefir öll áherzla verið lögð á kunnáttu í stafsetningu, og svo strangar kröfur verið gerðar, að fjöldi barna hefir fallið á hverju vori, hvernig sem kennararnir hafa lagt sig fram við kennsluna. Leikni og þekking í stafsetningu er vitanlega gagnleg og skemmti- leg, enda skylt og sjálfsagt að leggja alúð við að kenna hana þeim börnum, er hafa sæmileg skilyrði til að læra hana vel. En hitt er jafn fráleitt að láta hana skyggja á allar aðrar greinar móðurmálsins. En mesta fjarstæðan er þó sú að berjast viku eftir viku og ár eftir ár við algerlega vonlaust viðfangsefni, eins og það, sem kennurunum hefir undanfarið verið ætlað í stafsetningarkennslunni. Reynslan

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.