Menntamál - 01.12.1939, Page 61

Menntamál - 01.12.1939, Page 61
MENNTAMÁL 187 Bókafregnir Steingrímur Matthíasson: Frá Japan og Kína. Bóka- útgáfan Edda. Akureyri 1939. Bók þessi segir frá 6 mánaða ferðalagi Steingríms læknis til Aust- urlanda, Japan og Kína. Ferðin hófst í nóvember 1903 og lauk með farsællegri heimkomu til Kaupmannahafnar í apríl 1904. Steingrímur var þá 27 ára að aldri og var skipslæknir á „Prins Valdemar", gríðar- stóru flutningabákni Austur-Asíufélagsins danska. Viðkomustaðir voru margir á leiðinni og skrifaði Steingrímur jafnóðum pistla frá ferða- laginu og sendi til íslands. Birtust þeir í „Gjallarhorni". Þessir pistlar eru nú samankomnir í bókinni, sem hér greinir frá. — Kaflarnir eru allir skrifaðir í fjörugum og bráðskemmtilegum stíl. Ægir þar mörgu saman: vísindalegum hugleiðingum og útskýringum, gamansögnum, ljóslifandi þjóðlífsmyndum, sem brugðið hefir fyrir hið glögga gests- auga, og sögulegum fyrirbrigðum. Sem dæmi um stíl höfundur og krydd hans er hér gripinn af handahófi eftirfarandi kafli, þar sem segir frá eyjunni Pulo-Bukom hjá Singapore: — „í gær sá ég örn taka rottu í fjörunni, og flaug hann með hana í klónum til Sumatra. Rottan dinglaði rófunni um leið og hún varð uppnumin; nú var hún í „hel- vítiskvölum" eins og ríki maðurinn, en ekki beint í neinum faðmi Abrahams; og er hún þar með úr sögunni." Bókin er líkleg til að ná vinsældum, hún er skemmtileg og fróðleg eins og ferðasögur í bezta lagi. G. M. M. Gunnar M. Magnúss; Saga alþýðufrœðslunnar á ís- landi. Hátíðarit S. í. B. Reykjavík 1939. Útg. S. í. B. Bókin gefur yfirlit yfir baráttu og þróun alþýðufræðslunnar í land- inu frá landnámsöld til vorra daga, frá þeim tíma, er litið var á barnið sem einkaeign foreldranna, til sjónarmiðs vorra tíma á þeim framtíðarauði þjóðfélagsins. Það lætur að líkum, þar sem um svo víðtækt og fjölþætt efni var að ræða, að erfitt væri að gera hverjum einstökum þætti full skil á skömmum tíma og takmörkuðum blaðsíðufjölda, enda ekki tilgangur höfundar, heldur hitt að draga saman á einn stað merkustu viðburði í þessum þætti menningarmála vorra. Og það er mála sannast, að höf. hefir ekki hlíft sér í þeirri leit. Um það vitnar framsetning öll og heimildaskráin, sem telur milli 50 og 60 rit auk handrita og ann- arra óprentaðra gagna. Honum hefur líka tekizt að draga saman

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.