Menntamál - 01.04.1959, Page 15
MENNTAMÁL
9
þó alltaf nokkrir nemendur, sem þurfa sérkennslu. Slík
sérkennsla hefur verið starfrækt við einn unglingaskóla
bæjarins fyrir allt skólahverfið, en var aukin á þessu
skólaári. — Unnið hefur verið að því að samræma starf og
yfirferð hliðstæðra deilda á skyldustigi. Einn liður í þeirri
viðleitni er það, að í fyrra haust var tekin upp í tilrauna-
skyni ný kennslubók í ensku fyrir flestar getuminnstu
deildir annars bekkjar gagnfræðastigsskólanna í Reykja-
vík. Bók þessi er létt og aðgengileg og verður fróðlegt
að sjá, hver árangurinn verður af þessari tilraun. Vissu-
lega er vafasamt, hvort það er ekki ofraun flestum þess-
um getulitlu nemendum að glíma við fleiri en eitt erlent
máli, þar sem kunnátta allmargra þessara nemenda í
móðurmáli er mjög í molum, að ekki sé fastar að orði
kveðið. En það hefur sýnt sig, að þar til fleiri möguleik-
ar á skipulagsbundnu valfrelsi eru fyrir hendi, sérstak-
lega í efri bekkjum gagnfræðaskólanna, er æskilegt að
sem hliðstæðastri fræðslu sé miðlað í hinum ýmsu deild-
um skyldunámsins, þótt yfirferðin geti aldrei orðið sú
sama í öllum deildum. Rætt hefur verið um frekari sam-
ræmingu í kennsluháttum og námsstarfi í deildum treg-
gáfuðustu unglinganna.
Það er miklum vanda bundið að rata rétta leið, þegar
hið almenna skyldunám er skipulagt, þannig að skólinn
skerði ekki um of möguleika nemendanna til að velja um
leiðir að skyldunámi loknu, en sjái unglingunum þó fyrir
verkefnum, sem þeir vaxa af að fást við.
Nauðsynlegt mun vera að draga verulega úr heimanámi
þeirra unglinga, sem skemmst eru á veg komnir í námi,
en leggja meiri áherzlu á vinnubókargerð og starfræna
kennslu, þar sem unglingarnir fá í hendur verkefni, sem
þeir ráða við. Líklegt er, að skynsamlegt væri að lengja
daglega skólavist þessara unglinga um 1—2 stundir, ef
ekki er krafizt heimanáms, sem neinu nemur.
I heild sinni þarf framhaldsnámið að verða starfrænna