Menntamál - 01.04.1959, Qupperneq 41
MENNTAMÁL
35
Á fleira ber þó að líta en kennarahæfni þeirra, sem í
starfinu festast. „Fæstir hinna próflausu kennara fest-
ast í starfinu,“ og ber margt til. Oft munu þeir stunda
starf sitt án aðhalds og eftirlits, þeir eiga þess ekki kost
að sækja ráð til reyndari manna, þegar á reynir, þeim er
starfið á engan hátt fast í hendi, en öryggi barnanna mun
verða í réttu hlutfalli við hæfni kennarans, en hún er
prófuð á þeim sjálfum. Ég tel engan efa á því, að frum-
varp þetta, ef að lögum verður, muni ýta stórlega undir
þess kyns próf.
Afskekktu héruðunum mun sízt minni þörf á reyndum
kennurum en þéttbýlli sveitum, og er sú lausn ein fram-
bærileg, sem tryggir þeim fullgilda kennara án þess að
börnum þeirra sé fyrst lögð sú kvöð á herðar að skera úr
um hæfileika kennarans, og mun þá vænlegast að búa
svo að kennurunum, að þeim þyki fýsilegt að starfa þar,
sem kennsla er nauðsynleg.
Þá kemur það enn til, að próflausir kennarar sækja nú
að vonum fastar en fyrr um lausar kennarastöður yfir-
leitt. Þarf engum getum að því að leiða, hvert slíkt stefn-
ir, ef svo vindur fram sem nú horfir um aðsókn að kenn-
aranámi og brotthlaup kennara úr starfi.
En frumvarpið vekur eina mjög alvarlega spurningu?
Hefur stefna löggjafans og kennarastéttarinnar á und-
anförnum árum verið röng? Hafa kröfur um aukna kenn-
aramenntun og takmörkuð framkvæmd þeirra verið óráð ?
En því spyr ég, að frumvarp þetta gerir þegjandi ráð
fyrir því, að aðrar leiðir séu færar í kennaravali en sér-
menntun kennara, jafnvel að ekki þurfi nein (lögfest)
ákvæði um lágmarksmenntun þeirra eða hæfni.
Mér þykir sennilegt, að þegar megi benda á óheilla-
vænleg áhrif af hlutfallslega minnkandi aðsókn að kenn-
arastarfi á undanförnum áratugum, en aðrar þjóðir þykj-
ast hafa fullglögga reynslu af því. Þannig hefur t. d. verið
fallið frá eða stefnt er að því að falla frá skyndimennt-