Menntamál - 01.04.1959, Page 73
MENNTAMÁL
67
fljótt yfir til þess að komast sem lengst á stuttum tíma,
en það hefnir sín seinna.
Það er mikill vandi að kenna misjöfnum nemendum
reikning. Þroskinn skal fyrst og fremst vera til staðar.
Börnin þurfa að finna, að þau geta leyst verkefnið af
hendi og skilið það eins vel og kostur er. Það skiptir litlu
máli, hvort börn læra að margfalda í 3ja bekk eða öðrum
bekk, ef starfinu fylgir meiri gleði og áhugi.
Náttúran sér fyrir því, að skilningurinn verður meiri.
Kennarinn og reikningsbókin þurfa að stuðla að þessu.
Ég sé það oft í bókum og tímaritum um skóla- og
kennslumál á Norðurlöndum, að kennarar fara nú á seinni
árum til Bandaríkjanna. Þess er getið sérstaklega, að
þeir hafi farið námsferð þangað. Nokkrir íslenzkir kenn-
arar hafa og farið þangað og kynnzt ýmsu nytsömu. En
staðhættir eru náttúrlega mjög ólíkir og hér og erfitt að
átta sig á þessu bákni þar, enda misjafnt hvar verið er,
að allir telja. En stórþjóðirnar hafa auðvitað bezta að-
stöðu til þess að gera ýtarlegar rannsóknir, sem hinum
smærri þjóðum kemur að notum á ýmsum sviðum, t. d.
í kennslufræði, og það eru hinar Norðurlandaþjóðirnar
vissulega að gera, og hafa gert um langan tíma. Hér á
fyrri tíð fóru margir kennarar þaðan til Þýzkalands, en
nú fýsir ýmsa til TJ.S.A.
Þá er ég lýk við að setja saman þessa grein, verður mér
á að hugsa og spyrja: Hvenær sendir íslenzka kennslu-
málastjórnin efnilega stúdenta, sem lokið hafa kennara-
prófi til erlendra tilraunaskóla til þess að nám skólanna
hér verði meira byggt á kennslufræðilegum niðurstöðum
en nú er. Ég held að þess sé full þörf, þó að ég rökræði
það ekki hér.
Ég tel meira að segja, að þetta sé eitt stærsta framtíð-
armál skólanna, ef vel á að fara.
Jónas Jósteinsson.