Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Síða 10

Menntamál - 01.02.1972, Síða 10
forgangsröð? Ýmsar þjóðir hafa hér tekið ólíka meginstefnn eða valið misjafnar leiðir. Vissulega reyna langflestar þjóðir að ráðast á vandann á ýmsum stöðum og bræða þannig saman allmörg markmið, enda ráða stjórnmálamenn víðast stefnumörkuninni að mestu og reyna þá gjarnan, svo sem þeirra er skiljanlegur vandi, að gera sem flesta áhrifa- og hagsmunaaðila ánægða sam- tímis. Þrátt fyrir þetta má, ef vel er gáð, greina nokkurn mismun á meginstefnu ýmissa þjóða í þessum efnum. Svo að tekið sé dæmi af ná- grannajrjóðum okkar Dönum og Svíum, ]aá virð- ist ljóst, að liinir síðarnefndu hafa lagt hlutfalls- lega meiri áherzlu á hina félagslegu ldið skóla- málanna en hinir fyrri. Það er svo, ekki sízt einmitt vegna þeirrar félagslegu óvissu og takmörkuðu fræðilegu þekk- ingar, sem áður var getið, að mörkun megin- stefnu í skólamálum sem og öðrum samfélags- málum er fremur huglæg en hlutlæg, og svo mun ugglaust enn lengi verða. Stefnumörkunin grund- vallast fyrst og fremst á (misjafnlega mikilli) al- mennri skynsemi, reynslu og huglægu mati þeirra, sem taka ákvarðanir. Umrætt mat er í eðli sínu bæði pólitískt og hagrænt. Pólitískt sakir þess, að það speglar meginskoðanir Jiessara aðila á samfélagsmálum (hér er sem sé átt við pólitík í merkingunni val samíélagslegra markmiða og leiða, en ekki í merkingunni skipting í flokks- lega hagsmunadilka). Hagrænt eða verkrænt — pragmatískt — er markið, þar eð Jiær leiðir að markinu, sem hagkvæmastar og árangursvænleg- astar eru taldar, ráða yíirleitl miklu um þá stefnu, sem tekin er. í þessum efnum eru leiðir og markmið mjög samtvinnuð. Hvaða markmið og leiðir hafa J)á orðið ofan á hér á íslandi, síðan kerfisbundin viðleitni að umbótum í skólamálum hófst fyrir nokkrum ár- um á vegum fræðsluyfirvalda? Svarið við Jressari spurningu er tvíjrætt: 1. Að Jrví er varðar starf skólarannsóknadeild- ar Menntamálaráðuneytisins, sem greinar- höfundur starfar við, hafa fyrri stig skóla- kerfisins, ]i. e. barna- og gagnfrœðastig ásamt forskólastigi, verið kjörin sem helzti starl's- vettvangur, og kennsluhlið menntunarinnar valin sem forgangsverkefni. Meginorsökin fyrir vali skólastigsins eru einlaldlega Jiau almennu skynsemisrök, sem segja, að erfitt muni að bæta síðari stig menntunarinnar nema grunnurinn hafi fyrst verið treystur. Aðalrökin fyrir vali kennsluhliðarinnar eru fyrst og fremst hagræn eða hagkvæmnisleg: eftir að frumkönnun hafði leitt i ljós brýna þörf umbóta á jæssu sviði, var J)að sem sé talin auðveldasta leiðin til að koma nemend- unum að gagni að ráðast þarna á garðinn. Þetta mat byggðist að verulegu leyti á Jjví, að líkur voru taldar standa til Jjess, að starfs- kraftar yrðu tiltækir til að annast endur- skoðun námsskrár og námsefnis, auk þess sem sennilegt var álitið, að nauðsynleg end- urmenntun kennara gæti haldizt í hendur við umrætt endurskoðunarstarf, Jtannig að hið breytta námsefni gæti fljótt og víða komið að gagni í skólunum. 2. Viðvíkjandi starfi Menntamálaráðuneytisins að umbótum á hinum efri skólastigum, ]>. e. framhaldsskóla- og háskólastigi, hefur verið tekin meginstefna, sem skyld er hinni félags- legu hlið skólamálanna. Er liún einkum fólg- in í Jrví að auka framboð menntunar og gera menntunina fjölbreytilegri með stofnun nýrra námsbrauta, deilda eða skóla. Jafn- framt hel'ur fjárhagsleg aðstoð við námsfólk verið talsvert aukin. Er með þessum aðgerð- um reynt að halda í horfinu við stóraukna eftirspurn eftir framhaldsmenntun að loknu gagnfræðanámi. í Jjví, sem eftir er af Jæssari grein, verður rætt nokkru nánar um starf skólarannsóknadeild- ar Menntamálaráðuneytisins að endurskoðun námsefnis og kennslu. Verður Jtá fyrst drepið stuttlega á ])að, sem Jiegar hefur verið gert í Jjessum efnum, og síðan reilaðar nokkrar liug- myndir greinarhöfundar um tilhögun umrædds starfs í framtíðinni. Undirbúningur að starfi skólarannsóknadeild- ar að endurskoðun námsefnis og kennslu í barna- og gagnfræðaskólum hófst með skipun fimm MENNTAMÁL 4

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.