Menntamál - 01.02.1972, Side 16
markaðar voru tilteknar námskröfur með hlið-
sjón af þeim störfum, sent tæknifræðingum var
ætlað að stunda. Inntökuskilyrði í skólann eru
þau, að viðkomandi hafi lokið gagnfræðaprófi
eða öðru hliðstæðu námi, auk þess sem hann
verður að liafa lilotið tiltekna verklega þjálfun.
Þegar skólinn tók til starfa kom í ljós, að undir-
búningur nemendanna var alls ófullnægjandi.
Undanfarin ár hafa aðeins ca. 30% þeirra, sem
liefja nám við skólann, komizt klakklaust í gegn.
Hinir hafa fallið, flestir í undirbúningsdeild.
Hér gerðist það, að Tækniskólinn miðaði nám-
ið við Jtær kröfur, sem tæknifræðingar urðu að
uppfylla til þess að verða gjaldgengir á vinnu-
markaðinum, en ekki við Jtann undirbúning, sem
nemendur höfðu, þegar Jjeir komu í skólann.
Hliðstætt hefur gerzt í landsprófsdeildunum.
Nú kann einhver að segja, að Jtessar kröfur
séu óeðlilega miklar fyrir meginjjorra nemenda,
og Jjví sé ekki ástæða til, að skólarnir lagi sig
að öllu leyti eftir þeim. Því er til að svara, að
kennsla, sem ekki veitir nemandanum alhliða
undirbúning undir lífið, án tillits til starfs eða
stöðu, ætti ekki að eiga sér stað. Enginn getur
sagt til um það, hvaða tækifæri bíða nemandans
og hvað hann missir vegna ófullnægjandi undir-
búnings í skóla.
Á sviði stærðfræðinnar liafa orðið gífurlegar
framfarir. Það sama er ekki unnt að segja um
þá stærðfræði, sem kennd er í skólunum. Senni-
lega er skólastærðfræðin öldum á eftir. Á sífellt
fleiri sviðum eru Jjjóðfélagslegar og tæknilegar
framfarir meira og meira háðar samtíma stærð-
fræði. Aukin Jjekking á stærðfræðinni hefur gert
hana að liprara tæki til notkunar á hinum ýmsu
og ólíku menningarsviðum, bæði nýjum og göml-
um. Tölvurnar og hin öra útbreiðsla þeirra eiga
ríkan Jjátt í Jjessari þróun.
Þau atriði, sem drepið hefur verið á iiér að
franian, valda Jjví m. a., að stærðfræðin hefur á
síðustu árum orðið óeðlilega umfangsmikill og
örðugur Jjáttur í námsskrá þeirra skóla, sem
senda nemendur sína að loknu námi út í at-
vinnulífið. Kröfur þjóðfélagsins um aukna og
hagnýtari Jjekkingu í greininni koma síðar fram
á lægri skólastigum. En til Jjess að verða við
Jjeim er nauðsynlegt að endurskoða bæði náms-
efnið og kennsluaðferðirnar.
Nú virðist rnega ætla, að ekki verði bætt úr
Jjeim ágöllum, sent bent hefur verið á, nema
með Jjví að auka námsefnið í barna- og gagn-
fræðaskólum. Vissulega má fella brott vissa Jjætti
núverandi námsefnis eða draga úr Jjeim og fella
inn nýja Jjætti í staðinn. Hins vegar má ekki
loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að stór
hluti nentenda virðist alls ekki ráða við náms-
efnið eins og það hefur verið, hvað þá ef Jjað
verður aukið. Af Jjessum sökum telja sumir rétt
að minnka námsefnið í stað þess að auka Jjað.
Þessarar mismunandi afstöðu verður greinilega
vart í nýjum erlendum kennslubókum. í sumum
þeirra hefur námsefnið verið aukið; í öðrum lief-
ur Jjað verið ntinnkað. Stundum er gert ráð fyrir
Jjví, að vissir Jjættir verði kenndir fyrr en áður
var gert, og öfugt. Enn aðrar kennslubækur eru
greinilega til orðnar fyrir samverkan Jjessara
tveggja skoðana. Minna er um, að alvarlegar til-
raunir séu gerðar til Jjess að grafast fyrir rætur
vandamálsins.
Það er nokkuð augljóst, að vandamálið verður
ekki leyst með Jjví einu að fella nýja þætti inn í
námsefnið eða flytja vissa þætti Jjess milli skóla-
stiga. Gagnger endurskoðun námsefnisins í heild,
bæði að Jjví er varðar innihald og niðurröðun,
verður að eiga sér stað. Þá er ekki síður nauð-
synlegt að taka kennsluaðferðirnar til rækilegrar
athugunar.
Endurskoðun af Jjessu tagi tekst Jjá og Jjví að-
eins, að vel sé vandað til kennaramenntunarinn-
ar svo og endurmenntunar kennara.
Það var ekki aðeins greinileg og knýjandi Jjörf
fyrir bætta kennslu í stærðfræði, sem lnatt af
stað umræddri endurskoðun. Jákvæðar niðurstöð-
ur síðari tíma rannsókna liafa sýnt ótvírætt, að
unnt er að ná mun betri árangri en tekizt hefur
til Jjessa. Sú skoðun, að stærðfræðin sé aðeins
fyrir fáa útvalda, á ekki við rök að styðjast.
Það er nú almennt viðurkennt, að langfleslir
geta tileinkað sér umtalsverða og hagnýta Jjekk-
ingu í greininni.
Eins og kunnugt er, Jjá hefur reikningskennsl-
an í skólum liérlendis fyrst og fremst verið fólg-
MENNTAMÁL
10