Menntamál - 01.02.1972, Qupperneq 30
0(1 ,CSNIMÍÍ
B*ri> B» laland
M | i lío hm vt
i
i ■
1
7
[ 6 J 3. 2 < ... I
dóm. í slíkum bekkjum munu mörg létt auka-
verkefni koma að gagni.
Ríkisútgáfa námsbóka afgreiðir hin 80 blöð í
„Jeg taler dansk“ samanlímd eins og skrifblokk.
Vegna slæmrar reynslu á afgreiðslu lausra,
ólímdra blaða (mengi) var blokkarformið valið.
Kennarar í fjölmennum bekkjum kvarta ylir, að
þeir þurfi að rífa yfir 30 blöð úr jafnmörgum
blokkum fyrir flestar dönskukennslustundir.
Dönskublöðin verða afgreidd áfram á þennan
hátt, og kennarar verða að hagræða vinnubrögð-
um sínum eftir því.
Fram að haustinu 1974, þegar dönskukennsla á
að hefjast í 10 ára bekkjum, mun „Jeg taler
dansk“ verða gefin út óbreytt. Æ.tlazt er til, að
kennd séu 50—60 blöð í 1 1 ára bekkjum, en í
12 ára bekkjum 30—20 blöð ásamt bókinni „Bþrn
i Danmark", ef börnin hafa lært dönsku 11 ára.
Bókin „Bþrn i Danmark" kom út 1970 og er
samin fyrir sænsk börn, sem læra dönsku. Fyrir
utan íslendinga hafa Norðmenn nú íengið auga-
stað á henni sem heppilegri bók við dönsku-
kennslu. Ríkisútgáfa námsbóka hefur einkaleyfi
hér á landi á sölu þessarar bókar og einnig á
bókinni „Den sorte lölkevogn“, sem fáeinir skól-
ar nota við tilraunakennslu í vetur í 1. bekk
unglingastigs.
Eitt af markmiðum með dönskukennslu liér-
lendis er að rnínu áliti, að nemendur að loknu
skyldunámi geti lesið venjulegt danskt nútíma-
bókmál. Ef um fagmál er að ræða, þá með að-
stoð orðabókar. Af þeim 5000 bókatitlum, sem
gefnir eru út á dönsku á ári hverju, eru um
4000 nýjar bækur. Verulegur hluti bókanna eru
alls konar fagbækur, sem því miður korna aldrei
út á íslenzku. Ennfremur koma út ódýrar papp-
írskiljur með öndvegisverkum beztu nútímahöf-
unda, þótt ólæsilegt rusl fljóti þar með sem
annars staðar.
Til þess að láta börnin finna, að þau hafi
gagn af því, sem þau læra í dönsku, þurfa J>au
MENNTAMÁL
24