Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Qupperneq 33

Menntamál - 01.02.1972, Qupperneq 33
öryggi, og hann verður iljótt að duglegum kenn- ara, bezta „kennslutækinu", sem nokkru sinni hefur verið fundið upp. Fróðlegt væri að vita, hvort agavandamálið leysist með bekkjarkennslu- fyrirkomulaginu, eða livort það er eitt þeirra vandamála, sem allir vita um, en enginn talar um? Það er mjög mikilvægt atriði fyrir okkur, sem fáumst við að skipuleggja námskeiðin, að vita, hvort endurmennta eigi hluta af kennurum hvers skóla í hverri einstakri námsgrein, eða livort nauðsynlegt reynist að endurmennta alla starfandi kennara á landinu með tölu í öllum námsgreinum, hversu viljugir eða tregir, sem þeir kunna að vera til þess. Nú skal rninnzt á nokkur skipulagsatriði við- víkjandi málakennslu. 1. Sérstofa fyrir tungumálakennslu er bráð- nauðsynleg í stærri skólum, vegna þess hvað rnörg hjálpargögn eru notuð (veggmyndir, segulbönd, viðbótarlesefni o. f 1.). Það er afar óhentugt fyrir kennara að þurfa að burðast með jietta allt um langa ganga og stiga. Börnin geta þó að minnsta kosti gengið sjálf. 2. Það mun gefa beztan árangur, ef það líða nokkurn veginn jafn margir dagar á milli kennslustunda í sama tungumáli. 11 ára bekkir hefðu til dæmis dönsku á þriðjudög- um og föstudögum, en 12 ára bekkir á mánu- dögum, miðvikudögum og föstudögum. 3. Vegna plássleysis og af fjármálaástæðum er næstum óþekkt hér á landi að skipta bekkj- um í kennslustundum. í dönsku væri samt mjög æskilegt að hafa þannig a. m. k. 1 kennslustund á viku í bekkjum, sem eru fjöl- mennari en 20 nemendur. í íjölmennum bekkjum vinnst ekki tími til að láta nem- endur taka virkan þátt í öllu því, sem fram fer í kennslustundinni. Þegar bekknum hef- ur verið skipt og kennarinn hefur aðeins 10—16 nemendur hjá sér í stofunni, eru kennsluskilyrðin miklu betri. En hér skal skýrt tekið fram, að óheppilegt er að skipta bekk í drengi og stúlkur. Það verður að skipta j^annig, að sá helmingur bekkjarins, sem ekki er í dönskukennslu, sé í kennslu í annarri námsgrein, sem krefst sams konar skiptingar. Ennfremur skal bent á, að skipti- kennslustundir í dönsku mega ekki vera á stundaskrá sama dag og bekkjarkennslu- stundir. 4. Þegar dönskukennsla hel'st í 10 ára bekkjum, er það mjög heppilegt að hafa dönsku- kennslustundirnar styttri (20 mín.) en þeirn mun fleiri. í lieimangönguskólum má láta nemendur mæta hálfri stund seinna, þegar danska er í fyrstu kennslustund nemendanna, en fara fyrr heim, þegar danska er í sein- ustu kennslustund. Eru framhaldsskólakennarar á skyldunámsstig- inu tilbúnir að taka við nemendum, sem hafa lært dönsku á áðurgreindan hátt? Og eru þeir tilbúnir að halda áfram á sömu braut? Hing- að til liafa „tilraunabörnin" í dönsku verið í svo algerum minnihluta, að þau hafa „horfið í fjöldann“. En frá og með haustinu 1972 munu þessi börn rnynda hreinan meirihluta. Að lokum ein spurning: Eiga prófin að segja til um, hvernig kennslan á að vera, eða á kennsl- an að segja til um, hvernig prófin eiga að vera? MENNTAMÁL 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.