Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Page 37

Menntamál - 01.02.1972, Page 37
verður þannig í meira samræmi en ella við eðli málsins sem atferlis. Með þessu er ekki verið að varpa rýrð á kerfisbundnar kennsluáætlanir og markvísan undirbúning kennslu. Þvert á móti má segja, að kennari, sem leggur áherzlu á sveigj- anleik kennsluáætlunar, þurfi að íhuga fyrirfram margar leiðir og sé þannig viðbúinn að notfæra ýmsa möguleika í samræmi við áhuga nemenda. Því virkari þátt sem nemendur eiga í mótun námsins, þeini mun erfiðara er að segja sér fyrir- frani, að hverju áhugi þeirra muni beinast. Þess vegna er sveigjanleikur í kennslu vænlegri til árangurs en fastskorðaðar áætlanir. Allt skólastarf er háð máli. Nemendur verða að nota kunnáttu sína í málinu til að reyna að ná valdi á margs konar námsefni auk þess sem ætlazt er til, að námið auki málhæfni þeirra. Ollum kennurum, hvaða námsgrein sem þeir kenna, verður að vera ljóst, að málið er óaðskilj- anlegur hluti alls náms, sent fram fer í skólunum. Nútíma rannsóknir á tengslum máls og hugsun- ar og kenningar um eðli málsins og nám þess gera auðveldara og tímabærara en áður að öðlast skilning á sambandi starfs og máls. Við verðum að átta okkur á því, að málið á ekki að vera viðfangsefni sérfræðinga einna, heldur kemur það okkur öllum meira við en flest annað. Tími er kominn til að íhuga, hvað beri að bæta í starfi skólanna, svo að málið þjóni sem bezt í þágu alls náms, en sé ekki lengur hindrun eða háski í vegi nemenda. Nauðsynlegt er að efna til meiri umræðu um hagnýtar aðgerðir, sem horfi til raunverulegra framfara í þessum efnum. Sérkennarar hinna ýmsu námsgreina þurfa að ræðast við um málið, málfar nemendanna og eigið málfar og bera sam- an viðhorf sín. Samband þarf að komast á milli móðurmálskennara og kennara í öðrum greimun, með þeim þarf að takast samstarf um könnun á mállegu atferli, bæði eigin atferli og nemenda, við ýmsar aðstæður. í sameiningu mætti hug- leiða og ræða um mismun munnlegrar og skrif- legrar málnotkunar og gildi þess fyrir nemendur að orða sjálfir athuganir sínar, 'niðurstöður og viðhorf. Kennarar í hinum ýntsu greinum ættu að veita nána eftirtekt, hvaða álnif fylgja því að veita nemendum aðstöðu til að láta í Ijós frjálst og óþvingað persónulegar skoðanir sínar og viðhorí til nýrra viðfangsefna í námi. Kenn- arar ættu sameiginlega að fjalla um vanda nem- endanna gagnvart máli, bæði kennslubókanna og sjálfrar kennslunnar, og hætta að hneykslast á orðfæð þeirra og málnotkun. Þannig mætti smám saman leggja drög að raunsærri málstefnu en nú er fylgt í skólunum, stefnu, sem skólarnir sjálfir gætu skýrt og þróað með aukinni reynslu og skilningi á viðfangsefninu. Hér að framan hefur megináherzla verið lögð á tvennt: að málið sé umfram allt atferli og að allt skólastarf, ekki aðeins móðurmálsnám, held- ur alla þætti skólastarfs, beri að grundvalla á þeirri staðreynd. í þessu felst, að óviturlegt sé að líta á kennslu og nám móðurmálsins sem ein- angrað fyrirbæri í skólastarfinu, málið á ekki að vera sérgrein í hólfi, heldur er það samtengjandi afl, sem hvarvetna segir til sín og alla varðar, hvar sent er og hvenær sem er. Slík heildarsýn um hlutverk og eðli málsins, bæði almennt talað og í starfi skólanna, hlýtur að geta haft í för með sér breytt viðhorf til kennslu og kennslu- hátta, svo og breytta afstöðu kennara hinna ýmsu námsgreina til móðurmálsnámsins. Kennslan verður umfram allt að vera í sannæmi við at- ferliseðli málsins, hún verður að vera virk og raunhæf og laus við kreddubundna formdýrkun. Öllum kennurum, hvaða grein sem þeir kenna, verður að lærast að líta á málið sem meginafl mannlegra athafna, þeir ættu að gera eigin mál- athuganir, bera saman bækur sínar, hlusta hver á annan og læra af reynslunni. Smám saman gætu aukin umræða og athugun gert kleift að móta nýja móðurmálsstefnu, sem gæti orðið kennur- um að leiðarljósi í starfi þeirra. Af því sem hér liefur verið sagt ætti að vera ljóst, að í álitsgerð þeirri um móðurmálsnám á skyldunámsstigi, sem nú er unnið að, mun vera lögð meiri áherzla á þátt málnotkunar í námi en verið hefur. Fræðslunni um málið — málfræð- inni — verður þar óhjákvæmilega skipað í óæðra sess. Ekki ber þó svo að skilja, að með því sé henni útskúfað með öllu; meginmáli skiptir, að málfræði sé því aðeins kennd, a. m. k. í lægri MENNTAMÁL 31

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.