Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Side 41

Menntamál - 01.02.1972, Side 41
í október s.l. skipaði Menntamálaráðuneytið nefnd til að fjalla um endurskoðun námsskrár, námsefnis og kennslu í tónmennt í barna- og gagnfræðaskólum (grunnskóla). Nefndarmenn liófu fljótlega fundi til að ákveða og koma sér saman um meginstefnu og vinnutilhögun nefnd- arinnar. Þegar í upphafi var áherzla á það lögð, að að- stöðu til kennslu í tónmennt í skólum yrði að bæta. Var tónmenntarnefnd sammála um, að breyta þyrfti núverandi ramma hvað magn kennslu snertir, ef vinna ætti að nýrri námsskrá, sem væri yfirfæranleg yfir í hagnýtt skólastarf. Nefndin samdi ýtarlega greinargerð þar að lút- andi og rökstuddi hugmyndir sínar um aukinn tímafjölda í tónmennt á skyldunámsstiginu, sér- staklega í neðri deildum barnaskólans. Lítur nú út fyrir, að kornið verði til móts við kröfur nefndarinnar um þetta atriði, og er þar með búið að skapa grundvöllinn fyrir væntanleg störf nefndarinnar. Þar sem aðeins rúmir tveir mánuðir eru liðnir síðan nefndin var skipuð, hefur hún að sjálf- sögðu ekki getað áorkað miklu enn sem kornið er. Þó liafa nefndarmenn haldið með sér fjóra fundi og reynt að leggja þar meginlínurnar. Almennar niðurstöður nefndarinnar eftir jjessa fundi eru, að aðaláherzlu í samningu nýrrar námsskrár í tónmennt beri að leggja á eftirfar- andi atriði: 1. Nám í tónmennt verður að leysa úr núver- andi einangrun frá öðrum greinum skólans, ef gagn á að verða af kennslunni. Það hefur háð framvindu greinarinnar, hve einangruð liún hefur verið. Nefndin álítur, að nýta berj alla möguleika til eðlilegra tengsla við aðrar greinar, og eru hér fyrst og fremst höfð í lmga móðurmálskennslan og samfélagsfræð- in. 2. Þótt tengsl tónlistar við aðrar skólagreinar séu nauðsynleg, þá munu þau ein varla nægja til þess, að nemendur sjái raunveru- legan tilgang í greininni tónmennt. Að nem- endur séu sér meðvitaðir um tilgang náms- ins er natiðsynleg forsenda þess, að þeir fái áhuga á námsefninu. Nefndin hyggur, að námsáhuga nemenda megi helzt vekja og viðhalda með því að tengja tónmennt við þann raunveruleika, sem nemendur lifa í: við umhverfi þeirra í víðasta skilningi og við áhugamál þcirra í sérstökum skilningi. Af þessu hvoru tveggja leiðir, að skilgreining skólafagsins „tónmennt“ verður mun víðtækari i meðförum nefndarinnar en hin gamla skilgrein- ing skólafagsins „söngur“. Ýmsir nýir „þættir“ tónmenntar hljóta að halda innreið sína í nýja námsskrá, ef þessi nárns- skrá á að endurspegla jjaríir nemendanna frek- ar en vanabundnar liefðir skólans. Senr dæmi mætti nefna hér, að „hljóðheimurinn" í víðasta skilningi er fyrirbæri, sem nemendur eiga að læra að uppgötva og tileinka sér. Þetta felur í sér mun rneira en sönginn einan. Annað dæmi, sem á sérstaklega við unglingastigið, er nauðsyn Jjess, að unglingar læri að gera sér grein fyrir tónlist sem félagslegu og efnahagslegu fyrirbæri, ]j. e. að jjeir læri að taka sjálfstæða afstöðu til tónlistar sem neytendur. Það gefur auga leið, að fyrra dæmið bendir á sterk tengsf við átthaga- fræðina (sem lið í samfélagsfræðum) og hið síð- ara við samfélagsfræðina í heild. Nefndin hefur á fundum sínum reynt að skil- greina Jjau takmörk og meginmarkmið, senr hún telur að kennsla í tónmennt eigi að hafa. Sum- um Jjessara meginmarkmiða liefur nefndinni tek- izt að skipta í skýr undirmarkmið og sumum Jjessara undirmarkmiða i einstakar námsathafnir. Vegna Jjess hve stuttur tími er liðinn, síðan nefndin var skipuð, er Jjessi markmiðaskilgrein- ing enn á frumstigi og allar útlínur Jjví enn mjög grófar. Nefndin álítur Jjað næsta verk sitt og mest aðkallandi að ljúka við að setja upjJ námstak- mörkin, markmiðin og undirmarkmiðin í tón- mennt á [jann hátt, að Jjau verði sem skýrust og ótvíræðust og geti Jjannig auðveldað kennur- um Jjeirra vandasama starf. Er tónmenntarnefnd vel ljóst, að vinnan fram að Jjessu er einungis fyrstu skrefin á langri leið. En hún ætlar sér að stíga þessi fyrstu skref var- færnislega til að forðast sem mest að hrasa og misstíga sig, Jjegar lengra á leið er kornið. MENNTAMÁL 35

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.