Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Qupperneq 43

Menntamál - 01.02.1972, Qupperneq 43
Námsmat Námsárangur er venjulega mældur með próf- um. Munnlegar yfirheyrslur, viðræður og rök- stuðningur mörkuðu löngum lokaáfanga náms. Flokkun nemenda er þá byggð á mati prófdóm- ara og kennara á kunnáttu nemenda í ákveðnu námsefni. Inn í matið fléttast einnig álit mats- ntanna á rökhugsun og hæfileikum nemandans. Ritgerðir, sem leystu munnlegu prófin að nokkru af hólmi, eru metnar á svipaðan liátt og munn- legu prófin, þótt upplýsingar séu jafnvel tak- markaðri. Tilkoma hlutlægra prófa markar tímamót, en með þeim er tekið upp fyrirfram mat á prófum. Flokkun nemenda er hlutlægari og auðveklari, ef um stóran nemendahóp er að ræða. Það skal þó haft í huga, að sjálft matið á því, hvað er rétt og hvað rangt í hlutlægum prófum, er hug- lægt. Mjög þarf að vanda gerð hlutlægra prófa, ef þau eiga að vera gott mælitæki, því að þau veita nemendum ekkert tækifæri til sjálfstjáning- ar eða skýringa. Stöðluð kunnáttupróf (óþekkt hér á landi) eru traustasta mælitækið, ef bera á saman þekkingu nemenda eða nemendahópa eítir námsárangri. Samræmd próf (t. d. landspróf) leyfa einnig samanburð en eru ekki eins áreið- anleg. TAFLA 1 Námsefni Markmið 1 2 3 4 5 6 A B C D E Önnur breyting markaði tímamót í gerð prófa, en hana má rekja 20 ár aftur í tímann. Það var Ralph Tyler (1949), sem fyrst vakti athygli á því, að eðlilegra væri að miða próf og námsmat við markmið námsins fremur en ákveðið námsefni. Krosstaflan, þar sem markmið svo sem kunnátta, ýmis stig skilnings og allt ujDp í lausn nýrra verk- efna eru annars vegar og þættir námsefnisins hins vegar, auðveldar gerð prófa og námsmat (sjá Töflu 1). Ýmsar gerðir eru til af þessari töilu, og hafa auk R. Tylers margir aðrir lagt hönd á plóginn, t. d. B. Bloont (1956 og önnur gerð 1971), FI. Taba (1962) og N. E. Gronlund (1968). Þróun efnismats E1 meta á nýskipan á kennslu eða kennsluefni, kemur fyrst í liuga, hvort námsárangur eykst við breytingarnar. Breytt kennslulyrirkomulag eða kennsluefni þarf ekki að Jiýða bættan árangur eða betri kennslu. Áhrif breytinga eru Jjó oftast jákvæð, einkum í upphafi og einnig ef kennslu- efni liefur áður lialdizt óbreytt í lengri tíma. Algengast er að meta gæði námsefnis og kennslu eftir árangri nemenda í tilteknum náms- greinum og samanburði á meðaltölum af náms- árangri hópa með nýtt og gamalt námsefni eða aðferðir. Margir erfiðleikar eru á slíkum saman- burði. Tilraunaaðstaða getur haft tímabundin áhrif á nemendur og kennara (Hawthorn effect). Tilraunahópurinn stendur sig yfirleitt betur en samanburðarhópurinn, einkum ef tilraunin stendur skamman tíma. Er þá erfiðleikum bund- ið að ráða úr J>ví, hvort mælanlegur munur kemur af breyttum kennsluháttum og kennslu- efni eða af áhrifum, sem tilraunaaðstaðan hefur á nemendur og kennara. Þessi tegund saman- burðar nægir engan veginn til mats á gæðum eða vanköntum á breyttri námsskrá, allra sízt, ef J)að er hal't í lniga, að efnismat er fyrst og lremst mat á starfi þeirra manna, er semja námsskrá og skrifa kennsluefni og leiðbeiningar fyrir nem- endur og kennara. MENNTAMÁL 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.