Menntamál - 01.02.1972, Page 44
Árið 1967 kom Scrieven fram með hugmynd-
ina urn notkun einingaprófa (formative tests) til
leiðsagnar í námsskrárgerð. Einingaprófin þró-
uðust sem hluti af hlítarnámi, og er því nauð-
synlegt að gera því hugtaki nokkur skil til glöggv-
unar á gilclí einingaprófa fyrir efnismat.
Hlítarnám (Mastery Learning)
Þótt kenningin um hlítarnám eigi sér forsögu
allt frá 1920, þróast hún fyrst að ntarki eftir að
}. R. Carroll (1963) setti fram kenningu sína um
námsstig:
( tími, sem varið er til náms \
Námsstig = f ------------—-----r T )
\ tími, sem nemandinn part )
(time actually spent \
■------------------
time needed /
Þetta samsvarar því, að námsárangurinn sé háð-
ur því, hvort nemandinn íær þann tíma, sent
hann þarfnast til námsins. Benjamin Blooni kont
hugmynd Carrolls í framkvæmd, en í nokkuð
breyttri mynd. Hlítarnám er samkvæmt lians skil-
greiningu (1968) námsaðferð, sem veitir flestum
nemendum umbun erfiðis og góðan árangur í
námi. Bloom telur, að hlítarnám gefi 75—90%
nemenda tækifæri til að ná sama marki og aðeins
25% ná í venjulegri kennslu. Hann heldur því
einnig fram, að hlítarnám stuðli að virkara námi,
auknum áhuga, jákvæðara viðlioríi til námsins
í heild og bættri geðheilsu nemenda. Reynist
þetta rétt, má ætla að hlítarnám geti að ein-
hverju leyti leyst vanda skólanna, sem Block
bendir á í bókinni Mastery Learning (1971), en
þar segir hann meðal annars, að þrátt fyrir mikl-
ar framfarir og aukna þekkingu á námi haldi
skólarnir áfram að sjá aðeins þriðjungi nemenda
íyrir námsaðstöðu, sem leiði til ánægjulegrar og
árangursríkrar námsreynslu (bls. 2). Block getur
þess einnig, að rannsóknir síðari ára gefi til
kynna, að meirihluti nemenda þurfi að standa
andspænis mistökum og vonbrigðum ár eftir ár.
Hann segir ennfremur:
„Nemendur, sem ekki eru færir um að mæta
námskröfum skólans, eru líklegir til að þróa
neikvæða sjálfsmynd (self concept) .... Um
20% þeirra, sem þola verða niðurlægingu,
vonbrigði og örvæntingu og standast ekki
kröfur skólans, gætu hlotið af því geðrænan
skaða.“
í skýringum á hlítarnámi gerir Bloom (1971)
ráð fyrir því, að ef hæfileikar nemenda væru
eðlilega dreifðir („normal" kúrfa) og kennslu-
tíminn liinn sami fyrir alla, þá mætti reikna
nreð að dreiíing námsárangurs væri svipuð dreif-
ingu hæfileika:
Verulegt samræmi væri því milli liæfileika og
námsárangurs (r = 0.70).
Á hinn bóginn telur lrann, að ef reiknað væri
með eðlilegri dreifingu hæfileika, en hver ein-
stakur nemandi nyti þeirrar beztu kennslu, sem
völ er á, og fengi þann tíma, sem hann þarfn-
aðist til námsins, þá yrði lítil samsvörun milli
hæfileika og námsárangurs á afmörkuðu sviði.
Fylgnin myndi nálgast núll:
Aðferðir Blooms í hlítarnámi eru miðaðar við
bekkjarkennslu, þar sem námstíminn er bund-
inn í einstökum greinum og lítið svigrúm til
aukakennslu hinna seinfærari.
Viðmiðun í hlítarnámi er skilgreind með rnark-
MENNTAMÁL
38